Fréttir

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í júní 2013

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júní hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til um miðnætti síðastliðna nótt hafði verið skilað skýrslum frá 92% af þeim 583 búum sem voru skráð í skýrsluhaldið. Reiknuð meðalnyt 20.980,5 árskúa var 5.650 kg sem er 5 kg lækkun frá síðasta uppgjöri. Meðalfjöldi árskúa á búum þeim sem skýrslum hafði verið skilað frá var 39,0.
Lesa meira

Miðsumarssýning kynbótahrossa á Selfossi

Kynbótasýning fer fram á Selfossi dagana 22. til 26. júlí næstkomandi og/eða svo sem skráningar gefa tilefni til. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Símsvörun hjá RML vegna rekstrar- og fjármálaráðgjafar

Fyrirspurnum vegna rekstrar- og fjármálaráðgjafar á vegum RML er svarað í síma 516 5060. Meðan sumarleyfi standa yfir þá er öðrum fyrirspurnum á sviði rekstrar og nýsköpunar svarað í síma 516 5061. Þjónusta fyrir dkBúbót er í síma 563 0368. Ef ekki næst í viðkomandi starfsmann á vakt þá má hafa samband við skiptiborð RML 516 5000 og skilja eftir skilaboð eða senda tölvupóst á Jóhönnu Lind á jl@rml.is eða Sigríði Bjarnadóttur á sb@rml.is.
Lesa meira

Starfsmannamál RML og sumarfrí

Síðustu vikur hafa orðið nokkrar breytingar í starfsmannamálum RML. Eins og fram hefur komið áður hefur Sigríður Ólafsdóttir verið ráðin í starf hlunnindaráðunautar ásamt því að starfa sem almennur ráðunautur. Svanhildur Ósk Ketilsdóttir er komin til baka úr fæðingarorlofi og hefur verið ráðin til starfa sem tengjast orkumálum en einnig mun hún starfa sem almennur ráðunautur og er með starfsstöð á Akureyri.
Lesa meira

Kynbótasýningar í júlí og ágúst

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á kynbótasýningar það sem eftir lifir sumars. Þar er um að ræða eftirtaldar sýningar og daga með fyrirvara um breytingar háðar þátttöku:
Lesa meira

Umsóknum um leyfi fyrir líflambakaupum skal skila inn fyrir 1. júlí

Minnt er á að þeir sem hyggjast kaupa líflömb næsta haust skulu sækja um það rafrænt til Matvælastofnunar, í gegnum heimasíðu stofnunarinnar www.mast.is, fyrir 1. júlí nk. Þeir sem vilja geta haft samband við ráðunauta RML í síma 516 5000 og fengið aðstoð við að sækja um.
Lesa meira

Kynbótamat í sauðfjárrækt

Nýtt kynbótamat fyrir kjötgæði (gerð og fitu sláturlamba) hefur verið reiknað og er aðgengilegt inni í skýrsluhaldskerfinu www.fjarvis.is. Líkt og undanfarin ár hefur listi yfir efstu hrúta verið tekinn saman og er hann aðgengilegur hér á heimasíðunni.
Lesa meira

350 milljónir til bænda á kalsvæðum

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um 350 milljóna króna stuðning við bændur á þeim svæðum sem urðu illa úti vegna kals og snjóþyngsla.
Lesa meira

Ábending vegna gæðastýringarinnar í mjólkurframleiðslunni

Um síðustu áramót var reglum um greiðslur gæðastýringarálags breytt þannig að nú þarf að skila sýnum úr mjólk kúnna hið minnsta tvisvar á hverjum ársfjórðungi til Rannsóknarstofu SAM ef ætlunin er að halda eða öðlast rétt til að fá greitt gæðastýringarálag.
Lesa meira

Skráning vorbóka í sauðfjárrækt og uppfærsla kynbótamats

Við stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. (RML) um síðustu áramót varð sú breyting að skráning á öllum skýrsluhaldsgögnum fluttist frá Bændasamtökunum til RML. Í kjölfar þessa hefur verið ákveðið að gera nokkrar breytingar á vinnuferlum varðandi skráningar fjárbóka og vinnslu kynbótamats.
Lesa meira