Fréttir

Umsóknarfrestur um framlög til jarðræktar framlengdur til 20. september 2013

Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Bændasamtökum Íslands: Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að framlengja umsóknarfrest um framlög til til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða, samkvæmt reglum nr. 707/2013 til 20. september n.k. Undir þetta falla einnig umsóknir um styrki til endurræktunar vegna kals.
Lesa meira

Nýtt merki RML

PORT hönnun hefur hannað nýtt merki fyrir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML). Upphaflega lagði fyrirtækið til tvær tillögur en fyrir valinu varð merkið sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Við erum ákaflega ánægð með þetta fallega og framúrstefnulega merki sem var endanlega valið í skoðanakönnun á meðal starfsmanna RML.
Lesa meira

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki rennur út 10. september

Vert er að vekja athygli bænda á því að umsóknarfrestur til að sækja um jarðræktarstyrki rennur út 10. september eins og auglýst hefur verið í Bændablaðinu og á bondi.is. Hægt er að sækja um á eyðublaði og einnig er hægt að sækja um rafrænt á Bændatorginu. Sjá nánari upplýsingar um styrkina hér á bondi.is. Starfsmenn RML munu að sjálfsögðu aðstoða þá sem þess óska við umsóknir. Síminn okkar er 516-5000.
Lesa meira

Alhliða fræðslurit um íslenska sauðfjárrækt er komið út

Bókin Sauðfjárrækt á Íslandi hefur nú verið gefin út. Það er Útgáfufyrirtækið Uppheimar sem gefur bókina út í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Bókin er komin í bókaverslanir um allt land en hefur verið í forsölu hjá Uppheimum um nokkurra vikna skeið. Hér er á ferðinni ómissandi bók fyrir alla sem hafa áhuga á að fræðast um íslenska sauðfjárrækt.
Lesa meira

Upplýsingar um fyrstu naut úr árgangi 2012

Nú eru komnar upplýsingar um fyrstu naut úr árgangi 2012 á vef nautaskráarinnar, www.nautaskra.net. Um er að ræða 16 naut á númerabilinu 12001 til og með 12040. Þetta eru synir Ófeigs 02016, Aðals 02039, Áss 02048, Gyllis 03007, Hegra 03014, Mána 03025, Tópasar 03027, Stássa 04024, Stíls 04041 og Ára 04043.
Lesa meira

Lambadómar - samræmingarnámskeið á vegum RML

Nú stendur yfir samræmingarnámskeið RML fyrir þá starfsmenn sem koma til með að starfa við lambamælingar í haust. Á samræmingarnámskeiðinu eru verklagsreglur yfirfarnar og þar rifja reyndir starfsmenn upp verklagið auk þess sem nýir starfsmenn fá góða sýnikennslu og hlusta á umfjöllun um lambadóma og sauðfjárræktina.
Lesa meira

Lýsa 264 í Villingadal bar fjórum kálfum

Laust fyrir miðnætti þann 29. ágúst s.l. bar kýrin Lýsa 264 í Villingadal í Eyjafjarðarsveit tveimur kálfum. Það er reyndar ekki í frásögur færandi þótt kýr sé tvíkelfd, en snemma morguninn eftir komu aðrir tveir kálfar úr kúnni. Því miður voru allir kálfarnir dauðir, en fullskapaðir.
Lesa meira

Málþing um kynbótakerfið í hrossarækt: Hvernig náum við meiri árangri?

Fagráð í hrossarækt og Landbúnaðarháskóli Íslands boða til málþings um kynbótakerfið í hrossarækt föstudaginn 6. september kl. 13:00–18:00 í Ásgarði á Hvanneyri. Dagskráin samanstendur af nokkrum inngangserindum um ýmsar hliðar kerfisins en síðan taka við opnar umræður og hópavinna með þátttöku málþingsgesta.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Hrafnhildur Baldursdóttir er komin til baka úr fæðingarorlofi og mun starfa við fóðuráætlanir og önnur verkefni tengd fóðrun. Hrafnhildur hefur aðsetur á skrifstofunni á Austurvegi 1 á Selfossi en ein af stærri skrifstofum RML er staðsett þar. Þar er nú þegar staðsettur nokkur hópur starfsmanna RML sem er boðinn og búinn til ráðgjafar.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi RML

Sigríður Bjarnadóttir ráðunautur lét af störfum hjá RML nú í síðustu viku. Sigríður hóf störf sem héraðsráðunautur hjá Búgarði ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi árið 2005 þar sem hennar helstu verkefni vörðuðu nautgriparækt og fjármálaráðgjöf. Frá áramótum hefur hún starfað hjá RML sem ráðunautur í rekstrar- og fjármálaráðgjöf.
Lesa meira