Kennslumyndbönd

ATH: Sum þessarra kennslumyndband geta verið orðin úrelt - til stendur að yfirfara þau á árinu 2017.

Kennslumyndband - Þungaskráning 
Í myndbandinu er farið yfir skráningu lífþunga í Fjárvís

Kennslumyndband - Dómaskráning 
Í myndbandinu er farið yfir dómaskráningu í Excel og sýnt hvernig valmyndin virkar

Kennslumyndband - Almennt um kerfið 
Í myndbandinu er farið almennt yfir kerfið og hvernig uppbygging þess er eftir uppfærslu í lok mars 2015.

Kennslumyndband - Stilling vorbókar 
Í myndbandinu er farið yfir þær stillingar sem hægt er að gera á vorbókinni, svo hvernig skráningarreitir sem ekki eru notaðir eru faldir o.s.frv.
Eins er sýnt hvernig notendur geta sjálfir kallað fram skrá til að prenta út fjárbækur.

Kennslumyndband - Fangskráning 
Í myndbandinu er sýnt hvernig menn fangskrá á gripi og eins hvernig hrútur á öðru búi er skráður sem faðir lambs sé um slíkt að ræða.

Kennslumyndband - Burðarskráning 
Í myndbanindu er farið yfir Burðarskráningu. Myndbandinu má skipta upp í nokkra hluta og er meðal annars sýnt hvernig fósturmæður eru skráðar, hvernig fleiri línur opnast fyrir fleirlembur. Hvernig skrá á dauðfædd lömb og hvað gerist ef reynt er að skrá sama lambanúmer tvisvar.

Kennslumyndband - Villuprófun vorbókar 
Í myndbandinu er farið yfir villprófun vorbókar og hvernig hún vinnur. Eins er sýnt hverning notendur ganga frá og skila vorgögnum að lokinni skráningu.

Kennslumyndband - Fósturmóðir á öðru búi 
Í myndbandinu er sýnt hvernig lamb er vanið undir ær á öðru búi sé um slíkt að ræða.

Kennslumyndband - Breyting á kyni grips 
Í myndbandingu er sýnt hvernig kyni grips er breytt, s.s. hvernig gripum er breytt í sauði og smálömb.
Öll lömb sem fengu haustafdrif "Bíður slátrunar" árið 2014 eru lifandi í kerfinu sem Lömb og notendur þurfa að breyta kyni þeirra.

Kennslumyndband - Breyta haustafdrifum 
Í myndbandinu er sýnt hvernig lamb sem fékk haustafdrif "Vantar af fjalli" en heimtist svo um veturinn er lífgað við og gefið fullorðinsnúmer á búinu.

Kennslumyndband - Skrá nafn/lit/horn 
Í myndbandinu er sýnt hvernig notendur geta skráð nafn, hornalag og lit á ær með einföldum hætti.

Síðast uppfært 17.02.2017