Garðyrkja fréttir

Afurðatjón vegna illviðra í júní

Inni á Bændatorginu er nú búið að opna á skráningarform fyrir afurðatjón sem bændur urðu fyrir í hretinu í byrjun júní sl. Ljóst er að ástæður afurðatjóna geta verið af ýmsum toga, bæði á búfé og ræktunarlöndum. Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá önnur tjón sem falla þar fyrir utan. Þýðingarmikið er að skráningar gefi eins glögga mynd af umfangi tjónsins og mögulegt er.
Lesa meira

Jarðræktarstyrkur í garðyrkju – Umsóknarfrestur rennur út 15. ágúst.

Frestur til að sækja um jarðræktarstyrk í garðyrkju er til 15. ágúst, sem er fimmtudagur í næstu viku. Athugið hvort ræktunarspildur séu rétt skráðar í jörð.is og hafið samband við RML sem fyrst ef breyta þarf spildum eða skráningum.
Lesa meira

Rekstrargreining garðyrkju

Út er komin frá RML skýrslan „Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2022“ Þar sem koma fram helstu niðurstöður úr verkefni í afkomugreiningu garðyrkjunnar. Verkefnið sem þessi skýrsla byggir á er framhald verkefnis sem unnið var af RML á síðasta ári þar sem leitast var við að varpa ljósi á rekstrarafkomu í garðyrkju á Íslandi og þróun hennar á árunum 2019-2021. Nú er bætt við einu ári og unnið með árin 2019-2022. Aflað var upplýsinga frá einstökum framleiðendum garðyrkjuafurða með það að markmiði að átta sig betur á rekstri helstu framleiðslugreina íslenskrar garðyrkju. Áfram var unnið með upplýsingar frá þátttakendum frá fyrra ári ásamt því að auglýst var eftir fleiri þátttakendum.
Lesa meira

Kartöflumygla – Mygluspá og mygluvarnir í hlýnandi loftslagi

Kartöflumygla er vel þekktur og algengur sjúkdómur sem hefur fylgt kartöfluræktun árum saman. Myglan hefur oft valdið uppskerubresti og þekktastar eru hörmungar og hungursneyð á Írlandi 1845–1849. Írar voru þá mjög háðir kartöfluræktun og þegar uppskeran brást ítrekað af völdum myglu dó um ein milljón manna úr hungri og yfir ein milljón fluttist búferlum, flestir til Ameríku. Hér á landi var kartöflumygla landlæg frá 1890–1960. Eftir það varð nokkurt hlé, líklega vegna kólnandi veðurfars. Árið 1990 kom upp faraldur á Suðurlandi, og aftur árið eftir.
Lesa meira

AGROSUS – verkefni um illgresiseyðingu í sátt við umhverfið

RML er þátttakandi í evrópsku samstarfsverkefni um umhverfisvæna illgresiseyðingu, AGROSUS, sem hleypt var af stokkunum í júlí á þessu ári og mun standa yfir í 4 ár. Verkefnið er styrkt af Horizon Europe, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins og hefur það að markmiði að minnka notkun illgresiseyða og takmarka þar með umhverfisáhrif þeirra og áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Að verkefninu standa 16 samstarfsaðilar í 11 löndum, m.a. ráðgjafarstofur, háskólar og bændasamtök.
Lesa meira

Umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Bændur eru hvattir til að ganga frá skráningum í Jörð.is sem fyrst til að geta sótt um jarðræktarstyrki í garðyrkju. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Starfsfólk RML aðstoðar bændur við skráningar og að teikna upp garðlönd ef þurfa þykir. Eins og undanfarin ár þá þarf fyrst að ganga frá skráningum og skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is áður en hægt er að sækja um styrkinn í Afurd.is.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira

Veðurmælingar og mygluspá fyrir kartöflubændur

RML starfrækir nú þrjár sjálfvirkar veðurstöðvar sem tengdar eru við mygluspárkerfi Euroblight í Danmörku. Stöðvarnar eru staðsettar í Þykkvabæ, Eyjafirði og Hornafirði nærri ræktunarsvæðum kartöflubænda. Með mygluspánni geta bændur fylgst með mygluhættu jafnóðum og þannig beitt markvissari og öruggari vörnum gegn kartöflumyglu.
Lesa meira

Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2021

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins lauk nýverið við uppgjör á verkefninu „Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2021“ og fyrir liggur skýrsla sem birt hefur verið á vefnum, þar sem fram koma þær helstu niðurstöður sem þegar hafa fengist úr verkefninu.
Lesa meira

Kartöflumygluspá – Veðurstöð RML í Þykkvabæ

Ný sjálfvirk og sólardrifin veðurstöð var sett upp í Þykkvabæ í ágúst og tengd við mygluspárkerfið Euroblight. Kerfið miðar að því að auðvelda bændum að verjast kartöflumyglu, draga úr kostnaði við úðun og kortleggja útbreiðslu kartöflumyglu. Þetta er afurð verkefnisins Mygluspá fyrir kartöflubændur sem RML hefur unnið í sumar í samstarfi við Aarhus Universitet og BJ-Agro í Danmörku.
Lesa meira