Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Tilgangur sauðfjárdóma er að veita upplýsingar sem nýtast fyrst og fremst við úrval fyrir bættum skrokkgæðum. Dómstiginn á að verðlauna þá einstaklinga sem skara fram úr m.t.t. holdfyllingar, hóflegrar fitusöfnunar, ullargæða og séu jafnframt hraustir og heilbrigðir. Megin tilgangurinn er að raða upp gripum innan hjarðar í gæðaröð. Við val á ásetningslömbum gegna dómarnir lykil hlutverki gagnvart þeim eiginleikum sem eru dæmdir en einnig þarf að taka tillit til fleiri eiginleika þegar ásetningslömb eru valin s.s. ætternisupplýsingum um frjósemi og mjólkurlagni.
Í dag er megin áherslan lögð á að nýta dóma við líflambaval. Dómar á eldri hrútum hafa takmarkað gildi. Stefnan er að auka þátttöku lambhrúta í afkvæmarannsóknum þannig að sem öruggastur dómur fáist á hrútana veturgamla í gegnum afkvæmi þeirra.
Við dóma á hrútum eru gefin stig fyrir 9 atriði (haus, háls & herðar, bringu & útlögur, bak, malir, læri, ull, fætur og samræmi). Gimbradómurinn er einfaldari þar sem gefin eru stig fyrir 3 til 4 eiginleikar, en valkvæmt er hvort samræmi gimbra sé metið. Áður en gripir eru stigaðir skulu þeir vigtaðir, ómmældir og vinstri framfótarleggur mældur eftir því sem við á. Dómstiga má finna neðar á síðunni.
Upplýsingar birtast á heimasíðu RML þegar opnað verður fyrir pantanir. Pantað er í gegnum sérstakt pantanakerfi sem síðan er notað til að skipuleggja verkefnið.