Örmerkingar

Tilgangur örmerkinga er að tryggja sem best rétta upprunaskráningu og sönnun á eignarrétti. Matvælastofnun sér nú um leyfisveitingar til örmerkingamanna og getur innkallað slík leyfi ef skráning á merkingum skilar sér ekki eins og til er ætlast. Leyfi sem Bændasamtök Íslands hafa áður gefið út gilda áfram en þeir sem ljúka námskeiði í örmerkingum frá og með þessu ári (2017) þurfa að sækja um leyfi Matvælastofnunar að námskeiði loknu til að geta keypt örmerki og stundað þessa starfsemi.

Eingöngu er heimilt að nota örmerki til ísetningar og aflestrar sem hafa verið viðkennd af Matvælastofnun. Gerð hefur verið krafa um að söluaðilar örmerkja skrái hverjum þeir selja hvaða merki. Aðeins þannig er hægt að rekja örmerkingar sem ekki hafa verið skráðar.

Nauðsynlegt er að hafa skilvirkt eftirlit með örmerkingum til að tryggja að öll hross landsins séu skráð og örmerkt. Það er erfiðleikum bundið að meðhöndla hross sem ekki eru örmerkt (ekki hægt að skrá lyfjameðhöndlun í HEILSU) sem felur í sér hættu á að á lög um velferð dýra séu virt að vettugi. Ekki er hægt að selja slík hross né setja í sláturhús. Síðast en ekki síst ógnar tilvist óskráðra og óörmerktra hrossa öllum útflutningi á hrossum og afurðum þeirra.

Örmerkingarmenn/konur verða heilbrigðisstarfsmenn dýra líkt og dýralæknar.

Nánari upplýsingar um námskeiðshald veitir Pétur Halldórsson, RML Hvolsvelli, petur@rml.is, sími 862 9322.

Á Íslandi er heimilt að nota eftirfarandi tegundir örmerkja í hross:

  • Datamars - Söluaðili: Vistor hf, vistor@vistor.is , S: 535-7000
  • Destron Fearing/LifeChip -  Söluaðili: Vistor hf, vistor@vistor.is , S: 535-7000
  • Faread - Söluaðili: Björn Þór Baldursson, stassa@simnet.is , S: 896-1250

Aðilar á íslandi sem leyfi hafa til að örmerkja hross (af vef MAST 31. janúar 2024)