Algengar aðferðir við að halda fuglum frá verðmætri ræktun
- Vélum stillt upp á túnum og þær færðar til reglulega.
- Útbúa fuglahræður, þ.e. líkja eftir því að maður sé á stykkinu með því að klæða kross í fatnað og/eða annað sem blaktir. Skipta reglulega um klæðnað og lögun.
- Setja upp stöng með veifum/glitborðum/geisladiskum eða annað sem glampar á, tengja milli stanga eða hengja á girðingar.
- Setja upp girðingar næst kornakri eða sá t.d. höfrum þannig að gæsir veigri sér við að fara inn hliðum en lenda yfirleitt ekki inn í kornökrum að hausti fyrr en gras hefur lagst. Það að sá alveg út að skurðbrún eða á annan hátt koma í veg fyrir lendingarsvæði fugla við akurinn, getur því hjálpað.
- Setja upp gasbyssur, breyta tíðni þeirra og/eða færa til reglulega.
- Skjóta úr byssu með öruggum hætti til að fæla frá.
- Ýmis tæki eru til er mynda hljóð sem hafa nokkurn fælingarmátt en breyta þarf þeim reglulega.
- Með því að aka, ganga eða fara um á hrossum, má að nokkru fæla fugla frá.
- Vel þjálfaða hunda er hægt að nýta með góðum árangri.
- Viðhalda ræktun eða svæði sem fuglar mega nýta án þess að valda skaða, s.s. hólma, með vötnum/ám eða á öðru jaðarsvæði.
- Fleiri aðferðir eru til og stöðugt að koma fram nýjar fælingarleiðir sem vert er að fylgjast með.
Heimild: Skýrsla Umhverfisstofnunar - Ásókn fugla í ræktað land
Bændur geta tilkynnt um tjón í gegnum Bændatorgið: Bændatorg