Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Hvað er fangpróf?
Rannsóknastofa mjólkuriðnaðrins býður upp á fangpróf sem mælir hormón í mjólk (PAG - Pregnancy Associated Glycoproteins). Hormónið gefur góða vísbendingu um hvort viðkomandi kýr er með fangi eður ei. Notað er svokallað ELISA-próf frá IDEXX.
Hægt að fangprófa 28 dögum eftir sæðingu
Með prófinu er hægt að greina fang 28 dögum eftir sæðingu.
Sýnataka
Sýni fyrir fangpróf eru tekin með sama hætti og venjuleg kýrsýni eða hægt er að láta prófa kýrsýni úr reglubundinni kýrsýnatöku. Best er að sýnið sé rotvarið eins og venjuleg kýrsýni.
Mikilvægt er að hafa varann á varðandi gæði sýnisins og mögulegt smit milli sýna.
Merkingar sýna og sendingarleiðir
Sýni eru send RM á sama hátt og hefðbundin kýrsýni. Merkja þarf kýrsýni ef það á einnig að fara í fangpróf. Hægt er að nota PCR-kassa fyrir fangsýni og þarf þá að merkja hvort viðkomandi sýni eigi að fara í PCR- eða fangpróf.
Mikilvægt er að skrá og láta fylgja með sýni:
Niðurstöður
RM sendir niðurstöður sýnanna til baka í tölvupósti en auk þess eru niðurstöður lesnar inn í Huppu. Þar merkist viðkomandi gripur fenginn eða ófenginn eftir niðurstöðu sýnisins.
Endurtekning
Þar sem líkur á einkennalausu fósturláti eru mestar á fyrri hluta meðgöngu er mælt með því að endurtaka prófið 65-70 dögum eftir sæðingu. Eftir það minnka líkur á fósturláti en góð regla er að endurtaka prófið eftir 100-120 daga meðgöngu. Til að tryggja að ekki sé farið að gelda upp ófengnar kýr er ráðlagt að endurtaka prófið 215 dögum eftir sæðingu eða í upphafi geldstöðu.