Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nú hefur einn af áburðarsölunum gefið út verðskrá sína fyrir árið 2014 en það var Sláturfélag Suðurlands sem reið á vaðið og kynnti verð og framboð á Yara-áburði. Búið er að uppfæra upplýsingar varðandi þetta í Jörð.is og verður samsvarandi gert þegar upplýsingar frá öðrum áburðarsölum verða kynntar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá SS lækkar köfnunarefnisáburður um 12% og algengar þrígildar tegundir um 8-11%. Einnig kemur fram að í boði verði þrjár nýjar tegundir sem allar innihalda selen.
Bændur geta því farið að huga að áburðarkaupum næsta árs og hvetjum við þá til að leita eftir ráðgjöf ráðunauta RML um áburðargjöf og val á áburðartegundum. Einnig er að sjálfsögðu hægt að óska eftir áburðaráætlunum.
el/okg