Ný reynd naut að koma til notkunar

Húni 07041
Húni 07041

Fagráð í nautgriparækt fundaði að Hesti í gær og ákvað úr hvaða reyndu nautum sæði verði í dreifingu næstu mánuði. Nýtt kynbótamat var keyrt núna í lok nóvember og á grundvelli þess var ákveðið að taka fimm ný naut til notkunar sem reynd naut, tvö fædd árið 2007 og þrjú fædd árið 2008. Þetta eru Keipur 07054 frá Þorvaldseyri, Blámi 07058 frá Bláfeldi, Laufás 08003 frá Stóru-Tjörnum, Drengur 08004 frá Vatnsenda og Blómi 08017 frá Heggsstöðum.

Jafnframt var ákveðið að nautsfeður til notkunar næstu mánuði verði Hjarði 06029, Sandur 07014, Húni 07041, Toppur 07046 og Blámi 07058.

Úr nautaskrá falla Gyllir 03007, Baugur 05026, Vindill 05028, Frami 05034 og Koli 06003, ýmist vegna þess að sæði úr þeim er uppurið eða notkun telst vera lokið.

Upplýsingar um reynd naut í notkun hafa verið uppfærðar á nautaskra.net. Þá verður gerð grein fyrir þessum nautum og niðurstöðum nýs kynbótamats í næsta Bændablaði, auk þess sem ný nautaskrá er væntanleg á næstunni.

Sjá nánar:

Nautaskra.net

/gj