Málstofa um sjálfbærni í landbúnaði, náttúrvernd og umhverfismál
23.04.2024
|
RML leitar eftir þátttakendum í málstofu þar sem fjallað verður um samspil landbúnaðar, umhverfismála og sjálfbærrar nýtingar náttúrauðlinda. Málstofan verður haldin í Ásgarði, aðalbyggingu Lbhí, í Ársal 3. hæð, á Hvanneyri þann 2. maí. Málstofan er liður í verkefni sem RML hefur umsjón með sem unnið er í samvinnu Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Verkefnið gengur undir nafninu „Samvinna í landbúnaði“ eða „Landsbrugssamarbedje“ og hefur hlotið styrk Norræna Atlantssamstarfinu – NORA. Markmið og megintilgangur þessa verkefnis er að skapa vettvang þar sem þessar þjóðir geta miðlað þekkingu og reynslu sín á milli í landbúnaðar- og umhverfismálum tengdum landbúnaði.
Lesa meira