Sauðfjárrækt fréttir

Lokafrestur til að „sækja um“ hvatastyrki vegna sauðfjársæðinga er fimmtudagurinn 8 janúar

Forsenda þess að bændur fái greidda hvatastyrki frá Atvinnuvegaráðuneytinu vegna sæðinga með hrútum sem bera V eða MV arfgerðir, er að sæðingarnar séu skráðar í Fjárvís. Skráningum þarf að ljúka eigi síðar en fimmtudaginn 8. janúar, (skráningum þarf að vera lokið fyrir 9. janúar 2026). Sæðingar þarf að skrá undir „skrá sæðingu“ í Fjárvís (ekki undir „skrá fang“). Til að sækja um hvatastyrkinn þarf í raun ekki að gera annað en að ganga frá þessum skráningum.
Lesa meira

Metþátttaka í sauðfjársæðingum

Metþátttaka í sauðfjársæðingum og flestir skammtar sendir úr 25-828 Völusteini frá Villingadal
Lesa meira

Sauðfjárbóndinn - Fræðslufundaröð ætluð sauðfjárbændum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur ákveðið að standa fyrir fræðslufundaröð fyrir sauðfjárbændur sem hefur fengið nafnið Sauðfjárbóndinn. Áætlað er að fundirnir verði tíu talsins og dreifist á eitt ár. Fyrsti fundurinn verður haldinn síðari hluta janúar 2026. Þetta verða allt fjarfundir (Teamsfundir) nema einn fundanna sem verður verklegur þar sem farið verður yfir mat á lömbum að hausti.
Lesa meira

Uppfærsla á Fjárvís.is og leiðbeiningar varðandi haustskil

Í dag var keyrð uppfærsla á Fjárvís með ýmsum smávægilegum breytingum. Sú stærsta þeirra er nýtt yfirlit sem ber heitið "yfirlit yfir aðrar arfgerðargreiningar". Eins og nafnið gefur til kynna er þar að finna yfirlit yfir þá gripi búsins sem sýni til annarra arfgerðargreininga en riðumótstöðu hafa verið forskráð á, sem og niðurstöður þeirra, þar sem við á. Yfirlitið er að finna undir flipanum "yfirlit" efst í græna borðanum í Fjárvís.
Lesa meira

Spaði og Harry ekki í boði

Tveir hrútar í hrútaskránni eru ekki í boði. Sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Riðuarfgerðargreiningar – síðasti skiladagur 1. des!

Þeir sem hafa hug á að fá niðurstöður úr riðarfgerðargreiningum fyrir áramót þurfa að skila inn sýnum til RML fyrir 1. desember.
Lesa meira

Nú er tími haustskýrslna!

Síðasti skiladagur haustskýrslna er fimmtudaginn 20. nóvember. Á heimasíðu RML (www.rml.is) má finna ítarlegar leiðbeiningar fyrir búfjáreigendur sem vilja skila skýrslum sjálfir.
Lesa meira

Hrútafundir 2025

Á næstu tveim vikum halda búnaðarsamböndin í samstarfi við RML svokallaða hrútafundi. Þar verður kynntur hrútakostur sæðingastöðvanna, hrútaskránni dreift, ræktunarstarfið rætt og í sumum tilfellum nýta búnaðarsamböndin fundina til verðlaunaveitinga.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir hjá bændum 2025

Afkvæmarannsóknir hafa reynst skilvirkt hjálpartæki í ræktunarstarfinu á mörgum sauðfjárbúum á síðustu áratugum. Til þess að hvetja bændur til að bera saman lambhópa undan hrútum sínum hafa verið greiddir styrkir af fagfé sauðfjárræktarinnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi riðuarfgerðum leiðir til þess að notkun á veturgömlum hrútum hefur aukist og færri eldri hrútar í notkun. Jafnframt má búast við að sá þröskuldurinn sé orðinn hærri sem veturgamlir hrútar þurfa að komast yfir til að fá áframhaldandi notkun. Gildi afkvæmarannsókna hefur síst minnkað við innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða.
Lesa meira