Forskráning eldri sýnahylkja sem ekki hafa verið skráð á bú í Fjárvís
31.01.2025
Í dag var lokað fyrir möguleikann „Forskrá eldri hylki“ í Fjárvís. Þeir sem eiga enn sýnahylki sem afgreidd voru á árunum 2022 og 2023 geta engu að síður notað þau, en nú þarf að forskrá þau sýni hjá RML. Alltaf á að senda útfyllt fylgiblöð með sýnum þar sem fram koma upplýsingar um númer sýna og númer gripa. Í þessu tilfelli er sérstaklega mikilvægt að ekki gleymist að láta þessar upplýsingar fylgja með svo hægt verði að forskrá sýnin á rétta gripi.
Lesa meira