Lokafrestur til að „sækja um“ hvatastyrki vegna sauðfjársæðinga er fimmtudagurinn 8 janúar
07.01.2026
|
Forsenda þess að bændur fái greidda hvatastyrki frá Atvinnuvegaráðuneytinu vegna sæðinga með hrútum sem bera V eða MV arfgerðir, er að sæðingarnar séu skráðar í Fjárvís. Skráningum þarf að ljúka eigi síðar en fimmtudaginn 8. janúar, (skráningum þarf að vera lokið fyrir 9. janúar 2026). Sæðingar þarf að skrá undir „skrá sæðingu“ í Fjárvís (ekki undir „skrá fang“). Til að sækja um hvatastyrkinn þarf í raun ekki að gera annað en að ganga frá þessum skráningum.
Lesa meira