Fréttir

Skýrsluhald - heimarétt WF

Rétt er að vekja athygli á því að á heimasíðu RML eru nýuppfærðar leiðbeiningar um notkun á heimarétt WorldFengs. Nú í upphafi árs er gott að fara inn í heimaréttina og huga að því hvort eitthvað er ógert þar. Það helsta sem gott er að hafa í huga er: Hefur fang verið skrá inn á þær hryssur sem fóru undir stóðhest sumarið 2024 og hafa stóðhestseigendur samþykkt skráninguna? Eru öll folöldin grunnskráð? Hefur verið merkt við geldingu á þeim folum sem voru geltir árið 2024. Sumir dýralæknar skrá slíkt aðrir ekki? Hefur verið gert grein fyrir afdrifum hrossa? Eru einhver eigendaskipti ófrágengin? Er litaskráning í lagi á öllum hrossunum? Er búin að setja inn nöfn á þau hross sem hafa verið nefnd? Er skráður umráðamaður á öllum hrossum?
Lesa meira

Aðstoð við gerð áburðaráætlana 2025

Áburðarkaup eru stór kostnaðarliður í búrekstri og því mikilvægt að vanda sig við þau, kaupa réttu tegundirnar, ekki meira en þarf en samt nóg til að spara sér ekki til skaða. Með því að stilla saman væntingar til magns uppskeru og heygæða er gott að taka tillit til ólíkra eiginleika túna innan búsins, ræktunarsögu þeirra og fyrirhugaðra nota svo hægt sé að ná markvissari nýtingu búfjáráburðar og vali á hentugri tegund tilbúins áburðar.
Lesa meira

Upptaka af kynningarfundi um kyngreint sæði

Við vekjum athygli á að upptaka af kynningarfundi um kyngreint sæði er nú aðgengileg til áhorfs. Hægt er að nálgast upptökun með því að velja upptökur af fyrirlestrum hérna hægra megin á forsíðunni og fletta svo niður í nautgriparækt eða með því að nota hlekkinn hér fyrir neðan.
Lesa meira

Tilraun með kyngreint nautasæði

Í desember s.l. komu sérfræðingar frá STgenetics og kyngreindu sæði úr íslenskum nautum í fyrsta skipti í sögunni. Tekið var sæði (X-sæði) úr fimm nautum sem koma nú til notkunar. Jafnhliða var tekið sæði úr Angus-nautinu Lunda til kyngreiningar og þá í hina áttina þannig að þar er um ræða sæði sem gefur nautkálfa (Y-sæði). Kyngreint sæði úr Lunda verður til almennrar notkunar utan tilraunar. Nú er þetta sæði að koma til dreifingar með þeim hætti að gerð verður tilraun til þess að sjá mun á fanghlutfalli hefðbundins og kyngreinds sæðis. Við blöndun, meðhöndlun og frystingu á þessu sæði var hverri sæðistöku skipt í tvennt, annar hlutinn var frystur á hefðbundinn hátt en hinn hlutinn kyngreindur og frystur. Sæðinu verður dreift með þeim hætti að ekki liggur fyrir hvort er hvað og er þetta gert til þess að fá sem marktækasta niðurstöðu á árangurinn. Þannig á að vera tryggt að val á gripum og meðhöndlun sæðisins mun ekki hafa áhrif á niðurstöðuna.
Lesa meira

Er búið að skrá sæðingarnar?

Nú styttist í 13. janúar, en til þess að eiga möguleika á hvatastyrkjum vegna notkunar á hrútum með verndandi (V) eða mögulegaverndandi arfgerðir (MV), þarf að ljúka skráningum í Fjárvís í síðasta lagi mánudaginn 13. janúar. Sæðingar þarf að skrá undir „skrá sæðingu“ í Fjárvís (ekki undir „skrá fang“ en þar birtast þessar skráningar sjálfkrafa þegar sæðing er skráð). Til að sækja um hvatastyrkinn þarf í raun ekki að gera annað en að ganga frá þessum skráningum.
Lesa meira

Kynningarfundur um kyngreint sæði

Þriðjudaginn 14. janúar n.k. verður haldinn kynningarfundur um framkvæmd tilraunar með kyngreint nautasæði. Á fundinum verður farið yfir helstu atriði varðandi framkvæmd tilraunarinnar og þau atriði sem snúa að bændum varðandi val gripa og sæðingar þannig að árangur verði sem bestur. Á fundinum verður jafnframt farið yfir þau naut sem kyngreint var sæði úr og verða í tilrauninni.
Lesa meira

Fyrsta sæðing með kyngreindu sæði á Íslandi

Nú í desember var íslenskt nautasæði tekið til kyngreiningar á Nautastöðinni á Hesti í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Kyngreint var sæði úr fimm íslenskum nautum og einu Angus-holdanauti. Kyngreinda sæðið verður notað í tilraun og er nú þegar á leið til frjótækna. Notkun getur hafist jafnóðum og örlitlum lagfæringum á Huppu er lokið. Í tilrauninni verður kannað hvert fanghlutfall er þegar notað er kyngreint sæði annars vegar og venjulegt sæði hins vegar. Framkvæmd tilraunarinnar verður kynnt nánar í komandi viku.
Lesa meira

Dagatal RML 2025

Dagatal RML fyrir árið 2025 er komið út og er þessa dagana að berast viðskiptavinum. Þar er að finna upplýsingar um RML og einnig er þar minnt á ýmislegt sem snýr að búrekstri. Dagatalið hefur verið gefið út frá stofnun RML og er þetta því ellefta árið sem viðskiptavinir fá það sent sem þakklætisvott fyrir samskipti og viðskipti á liðnu ári. Dagatalið er unnið af starfsfólki RML og eru myndirnar sem það prýða jafnframt teknar af starfsfólki. Prentsmiðjan Pixel sér um prentun.
Lesa meira

Vilt þú vera með í Bændahópi?

RML bauð upp á nýtt form ráðgjafar í byrjun árs 2023 sem byggir á jafningjafræðslu þar sem ráðunautar stýra umræðu og halda utan um efnisrammann. Fyrirmyndin er sótt til Finnlands en þar hafa bændur náð góðum árangri og sumir hópar haldið saman í fjölda mörg ár. Mjög góður árangur hefur náðst til dæmis varðandi aukna og betri uppskeru og bætta nýtingu aðfanga. Erlendis er þetta form ráðgjafar nefnt Discussion groups og aðferðin er aðeins breytilegt milli landa sem skýrist að einhverju leiti af menningarmun og mismiklu utanumhaldi.
Lesa meira

Skil á haustgögnum í Fjárvís

Enn eiga ansi margir eftir að skila haustgögnum í Fjárvís. Athygli er vakin á því að síðasti skiladagur haustgagna er 12. desember, en hann er bæði kominn og farinn fyrir allnokkru. Hafi bændur sætt með hrútum sem bera verndandi (V) og mögulega verndandi (MV) arfgerðir er síðasti skráningardagur sæðinga til þess að njóta styrkja þeirra vegna 13. janúar. Styrkurinn er 1.100 kr. á sædda á með hrút sem ber V arfgerð og 550 kr. á sædda á með hrút sem ber MV arfgerð. Til þess að hægt sé að skrá sæðingar er nauðsynlegt að loka framleiðsluárinu 2024 með því að skila haustgögnunum. Einnig er stefnt að því að birta uppgjör ársins nú í janúar svo það er til mikils að vinna fyrir þá bændur sem eiga eftir að skila, að gera það sem allra fyrst.
Lesa meira