Fjárvís.is

Fjárvís er veflægt skýrsluhaldskerfi í sauðfjárrækt. Þar geta sauðfjárbændur skráð þær upplýsingar sem safnað er í skýrsluhaldi sauðfjár. Í kerfinu eru einnig ýmis yfirlit og skýrslur sem sýna niðurstöður um leið og búið er að skrá. Þar sem kerfið er veflægt eru allar niðurstöður miðaðar við rauntíma. Fjárvís er eitt af þeim verkfærum sem sauðfjárbóndi notar við ákvarðanatöku í búrekstri.

Á árinu 2016 var gerð breyting á Fjárvísi, þ.e.a.s. kerfið nýtist nú bæði fyrir skýrsluhald í sauðfjárrækt og geitfjárrækt. Þannig má segja að Fjárvís sé búgreinaskipt kerfi, annars vegar kerfi sauðfjárræktar og hins vegar kerfi geitfjárræktar og ber þá nafnið Heiðrún enda margt sameiginlegt í báðum þessum búgreinum.

Hægt er að panta áskrift að forritum og einnig er þjónusta við notendur forrita alla virka daga í síma 516 5000 eða í tölvupósti á tolvudeild(hjá)rml.is. Helstu leiðbeiningar við kerfið eru í notendahandbók sem er uppfærð reglulega ef einhverju valmyndum kerfisins er breytt. Ef þörf er á aðstoð við færslu skýrsluhalds geta ráðunautar RML aðstoðað.