Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Reiknuð er kynbótaeinkunn fyrir alla nautgripi sem skrásettir eru í gagnagrunn nautgriparæktarinnar og með fullnægjandi upplýsingum varðandi ætterni og afurðir. Kynbótaeinkunn er reiknuð út fyrir alla byggingareiginleika sem dæmdir eru bæði samkvæmt gamla dómsskalanum og línulega skalanum. Auk þess er reiknuð kynbótaeinkunn fyrir arfurðaeiginleika fyrstu þrjú mjaltaskeið, ásamt einkunn fyrir gæðaröð, skap, mjaltir og endingu.
Heildarkynbótaeinkunn grips tekur þó aðeins mið af skilgreindum ræktunarmarkmiðum þar sem vegnir eru saman ákveðnir eiginleikar sem teknir hafa verið inn í ræktunarmarkmið, í ákveðnum hlutföllum. Ákvörðun um vægi eiginleika í heildareinkunn byggir á mati hagrænna gilda og vægja eiginleikanna sjálfra sem metin voru 2017-2019.
Hér að neðan má sjá þá eiginleika sem vega inn í heildarkynbótaeinkunn grips og vægi hvers eiginleika.
Kynbótaeinkunnin hefur tekið breytingum frá því hún kom fyrst til sögunnar árið 1974 í takt við þær áherslur sem uppi eru í ræktunarstarfinu hverju sinni. Nú síðast var einkunninni breytt 2019 að lokinni vinnu við mat á hagrænu gildi eiginleika.