Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Skýrsluhald í hrossarækt
WorldFengur (WF) er alþjóðlegur gagnagrunnur um íslenska hestinn. Inn í þennan gagnagrunn senda hrossaræktendur og hestamenn upplýsingar um sín hross í gegnum skýrsluhald í hrossarækt. Svokölluð heimarétt var opnuð í WF vorið 2009 er þar er hægt að skila upplýsingum inn rafrænt. Í heimarétt skýrsluhaldara eru hýst öll hans hross. Þar er hægt að hafa eigendaskipti, grunnskrá folöld, skrá afdrif og fleira.
Hvað þarf til að gerast þátttakandi í skýrsluhaldi?
Hafa samband við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og óska eftir því að fá úthlutað númeraröð sem er tengd við þann uppruna sem viðkomandi kennir hross sín við. Þrír síðustu stafirnir í fæðingarnúmeri eru þessi númer. Upplýsingar um hvernig fæðingarnúmer er upp byggt má sá hér neðar.
Þátttakendum í skýrsluhaldi WF er ætlað að skrá fang hryssna, notkun stóðhesta, fædd folöld, geldingu, afdrif, eigandaskipti og umráðamann. Tilgangurinn með þessum skráningum er að gagnagrunnurinn gefi sem raunhæfasta mynd að hrossastofninum hverju sinni.
Félagsmenn í Landssambandi hestamannafélaga og Félagi hrossabænda eru með frían aðgang að WorldFeng í gegnum sín félög. Félagsmenn þurfa hins vegar að hafa samband við sitt félag til að fá úthlutað aðgangi. Áskrift af WF er einnig hægt að kaupa beint af Bændasamtökum Íslands.
Ekki er nauðsynlegt að hafa aðgang að WorldFeng til að taka þátt í skýrsluhaldinu, þó það sé vissulega æskilegt. Hægt er að óska eftir því að fá folalda- og afdrifaskýrslu senda í pósti.
Hvað segir fæðingarnúmerið okkur?
Af fæðingarnúmerinu má lesa fæðingarár, kyn, landssvæði og upprunanúmer. Upprunanúmer er það númer sem viðkomandi ræktanda er úthlutað um leið og hann gerist þátttakandi í skýrsluhaldinu. Hér að neðan eru tekin tvö dæmi:
Grunnskráning
Þeir sem ekki skrá folöldin sín rafrænt í gegnum heimarétt geta sent inn grunnskráningar á grunnskráningarblöðum eða látið þann sem örmerkir folöldin grunnskrá þau. Merkingaraðilinn skráir niður á örmerkjablöðin allar upplýsingar. Við grunnskráningu er nauðsynlegt að það komi fram fæðingarár, kyn, uppruni, litur, ætt, ræktandi, eigandi og umráðamaður. Sé eigandi að hrossinu ekki þátttakandi í skýrsluhaldi fær folaldið fæðingarnúmer sem er laust á viðkomandi svæði. Grunnskráningarblöð má nálgast hér í gegnum vefinn en einnig má nálgast þau á skrifsstofum RML. Þegar blöðin hafa verið fyllt út eru þau send inn til skráningar til RML. Hægt er að senda fyrirspurnir og eyðublöð varðandi skýrsluhaldið á netföngin halla@rml.is eða agg@rml.is.
Rétt og vönduð færsla á upplýsingum verður ætíð lykilatriði því þær mynda grundvöll allra útreikninga og úrvinnslu gagna fyrir hrossaræktina.
Sjá nánar:
Grunnskráningareyðublað
Leiðbeiningar um notkun heimaréttar Worldfengs
Skráningar á folöldum og fleira tengt skýrsluhaldi