Fréttir

Opið hús á starfsstöð RML á Hvammstanga - fimmtudaginn 3. apríl kl. 15-16

Fimmtudaginn 3. apríl verður opið hús á starfsstöðinni okkar að Höfðabraut 6, Hvammstanga, milli kl. 15:00-16:00, í tilefni framkvæmda og breytinga á aðstöðu fyrir starfsfólk. Stjórnendur RML verða á staðnum og við bjóðum bændum, viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum að koma við í kaffi og spjall um verkefni RML. Kaffiveitingar í boði. Hlökkum til að sjá ykkur, öll velkomin !
Lesa meira

Síðustu prentanir vorbóka 2025

Nú á allra fyrstu dögum apríl verða sendar til prentunar vorbækur fyrir þá sauðfjárbændur sem merkt hafa við 31. mars sem prentunardag, en einnig fyrir þá bændur sem hafa sérstaklega beðið um prentun á þessum tíma, hvort sem merkt er við 31. mars í Fjárvískerfinu hjá þeim eða ekki.
Lesa meira

Nýtt skýrsluhaldsár í Worldfeng hefst 1. apríl

Í heimarétt Worldfengs hefst nýtt skýrsluhaldsár 1. apríl ár hvert. Eftir þann tíma er eingöngu hægt að skrá það sem tilheyrir núverandi ári. Notendur heimaréttar WF eru því hvattir til að skoða hvort síðasta ár sé ekki örugglega að fullu frágengið. Öll folöld skráð, búið að gera grein fyrir fangi, geldingum og afdrifum. Eigendur stóðhesta eru sérstaklega minntir að samþykkja skráningar á fyli frá hryssueigendum hafi þeir ekki skila inn stóðhestaskýrslu. Til að skráningar á fyli frá eigendum hryssna verði virk þarf stóðhestseigandi að samþykkja skráninguna.
Lesa meira

Rekstrargreining garðyrkju

Út er komin skýrslan „Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2023“ þar sem koma fram helstu niðurstöður úr verkefni í afkomugreiningu garðyrkjunnar. Verkefnið sem þessi skýrsla byggir á er framhald verkefna sem unnin hafa verið af RML á síðustu þremur árum þar sem leitast var við að varpa ljósi á rekstrarafkomu í garðyrkju á Íslandi á árunum 2019-2022. Nú er bætt við einu ári og unnið með árin 2019-2023. Aflað var upplýsinga frá einstökum framleiðendum garðyrkjuafurða með það að markmiði að átta sig betur á rekstri helstu framleiðslugreina íslenskrar garðyrkju.
Lesa meira

Sérstakur stuðningur vegna greiningar áa á áhættubúum

Samkvæmt nýgerðum samningi milli RML og atvinnuvegaráðuneytisins um riðuarfgerðargreiningar er gert ráð fyrir sérstökum stuðningi vegna greininga á fullorðnum ám á áhættubúum. Markmiðið með þessum sérstaka stuðningi er að draga úr tíðni VRQ-genasamsætunnar í hjörðum sem skilgreindar eru samkvæmt MAST sem áhættuhjarðir. Áætlað að niðurgreiðsla á hvert sýni sé 1.000 kr., þó með þeim fyrirvara að fjármunir sem ætlaðir eru í verkefnið dugi.
Lesa meira

Pöntun á sýnatökubúnaði og fyrirkomulag hvatastyrkja vegna riðuarfgerðargreininga 2025

Nú er frágenginn samningur milli atvinnuvegaráðuneytisins og RML um tilhögun hvatastyrkja vegna riðuarfgerðagreininga. Fyrirkomulagið er með mjög keimlíkum hætti og á síðasta ári. Helstu breytingar eru þær að nú er settur fyrirvari um hámarksfjölda greininga sem fást niðurgreiddar á hverju búi. Þá verða ekki niðurgreiddar greiningar á sýnum úr gimbrum sem eiga foreldra sem eru arfhreinir V/V, V/MV eða MV/MV (V = ARR = dökkgrænt flagg, MV =T137, C151,H154 = ljósgrænt flagg). Þær munu sjálfkrafa fá merkingu í Fjárvís (grænröndótt flagg) sem gefur til kynna að þær beri V eða MV arfgerð.
Lesa meira

Tilboð á þokugensgreiningum

Í kjölfar þess að hrúturinn Fannar 23-925 frá Svínafelli greindist með þokugen hafa borist fyrirspurnir um þokugensgreiningar. Slíkar greiningar eru ekki í boði hjá Íslenskri erfðagreiningu. Matís býður nú upp á tilboð sem gildir til 11. apríl, í samstarfi við RML. Senda þarf hylki með vefjasýni eða stroksýni úr nefi á starfsstöð RML í Reykjavík eða á Hvanneyri. Mikilvægt er að sýnið sé aðgreint frá öðrum sýnum, haft í sér poka og því fylgi blað þar sem fram kemur að óskað sé eftir þokugensgreiningu og tilgreint númer sýnis og grips. Bóndinn forskráir sýnið á viðkomandi grip í Fjárvís.is undir „forskráning á öðrum arfgerðargreiningum“.
Lesa meira

Fagfundur sauðfjárræktarinnar 2025

Fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir sínum árlega fagfundi 12. apríl. Að þessu sinni er fundurinn haldinn á Húsavík og hefst kl. 10:30 og er áætlað að dagskrá ljúki kl. 15:00. Fundurinn fer fram á Fosshóteli en þar verður árshátíð sauðfjárbænda haldin um kvöldið. Fundurinn er öllum opinn.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn febrúar

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú að liðnum febrúar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar liðið var að nóni þann 11. mars. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á að mun meiri upplýsingar er að finna í töflum þeim sem tengill er í hér neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 437 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.193,2 árskúa á búunum 437 var 6.531 kg. eða 6.790 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum 437 búum var 55,4.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur – umsóknarfrestur

Nú styttist óðfluga í lokafrest umsókna um fjárfestingastuðning vegna fyrirhugaðra framkvæmda ársins 2025, ásamt því að framhaldsumsóknum þarf að skila inn fyrir þau verkefni sem það á við. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars og umsóknarfrestur fyrir umsóknir í nautgriparækt er 31. mars. Framkvæmdir sem eru yfir einni milljón króna eru styrkhæfar og er allt styrkhæft sem viðkemur endurnýjun, endurbótum og nýbyggingum. Þess ber þó að geta að tæknibúnaður er ekki styrkhæfur, nánari upplýsingar um það veita ráðunautar.
Lesa meira