Afkoma nautakjötsframleiðenda 2021-2023
12.02.2025
|
Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2021-2023 en hún byggir á gögnum frá 37 nautgripabúum. Á árinu 2023 var nautakjötsframleiðslan á þessum búum samtals um 22% af framleiðslu nautakjöts á landvísu. Skýrslan lýsir mjög jákvæðri þróun í afkomu búanna á tímabilinu. Þegar upp er staðið ná afurðatekjur þó ekki að mæta framleiðslukostnaði að fullu. Eins og áður er áberandi hvað bændur eru að reikna sér lág laun miðað við vinnuframlag.
Lesa meira