Meiri mjólk
29.10.2013
Góð aðsókn var á haustfundi Landssambands kúabænda sem haldnir voru víðs vegar um landið fyrir skemmstu, enda viðfangsefni fundanna sú spennandi staða sem nú er í mjólkurframleiðslunni. Á fundunum hafa tækifæri til aukningar mjólkurframleiðslu verið bændum efst í huga og hvaða úrræði séu til að nýta þau. Staða kvótakerfisins var talsvert rædd og líkleg þróun á verði greiðslumarks ásamt því að kynbótastarfið og staða kúastofnsins bar talsvert á góma.
Ráðunautar RML sóttu þessa fundi til þess að taka þátt í umræðum um hvað gera megi til að auka mjólkurframleiðslu næstu misserin. Það er alveg ljóst að ýmislegt er hægt að gera til þess að auka framleiðsluna á næstunni. Sá mikli breytileiki sem er á afurðum milli kúabúa hérlendis sýnir það svo ekki verður um villst.
Lesa meira