Fréttir

Móttaka pantana á sauðfjárdómum í fullum gangi

Þegar hafa borist á þriðja hundrað pantanir vegna lambaskoðunar og hrútasýninga. Bændur eru hvattir til að panta sem fyrst því það eykur líkurnar á að menn fái óskir sínar uppfylltar.
Lesa meira

Fósturlambið hennar Birgittu

Birgitta Lúðvíksdóttir sauðfjárbóndi á Möðruvöllum í Hörgársveit hefur unun af kindunum sínum. Í dag gekk hún til fjalls og hitti þar fyrir eitt af lömbunum sínum sem hún tók reyndar í fóstur sl. vor. Bæði fóru sátt frá þeirri heimsókninni, hrúturinn kollótti með brauðsneiðina sína og Birgitta yfir vel heppnuðu "fóstruhlutverki". Smellið á "lesa meira" til að sjá þessa flottu mynd. AGG
Lesa meira

Hollaröðun á yfirliti á Dalvík föstudaginn 23. ágúst

Hér má sjá hollaröðun fyrir yfirlitssýningu kynbótahrossa á Dalvík, föstudaginn 23. ágúst. Dómar hefjast kl. 08:30
Lesa meira

Hollaröðun á yfirliti á Gaddstaðaflötum 23. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 23. ágúst og hefst stundvíslega kl. 8:30.
Lesa meira

Uppfært kynbótamat fyrir sauðfé

Búið er að uppfæra kynbótamat í sauðfjárrækt fyrir alla eiginleika sem það er reiknað fyrir. Beðið var með að senda út haustbækur sökum þess, en þær fara að berast mönnum í næstu viku. Líkt og undanfarin ár hafa verið teknir saman listar yfir efstu hrúta í kynbótamati fyrir hvern eiginleika fyrir sig. Þessir listar eru nú aðgengilegir hér á heimasíðu RML, fyrr í sumar voru komnir listar yfir efstu hrúta í gerð, fitu og kjötgæðum. Núna bætast við listar yfir efstu hrúta í frjósemi, mjólkurlagni og heildareinkunn. Einnig er þarna listi yfir sæðingahrúta og umfjöllun um breytingar á kynbótamati þeirra hrúta sem voru í notkun síðasta vetur og eiga stóra afkvæmahópa um allt land nú í haust.
Lesa meira

Listi yfir fjár- og stóðréttir haustið 2013

Listi yfir fjár- og stóðréttir haustið 2013 hefur nú verið birtur á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur sá um samantekt listans og Freyr Rögnvaldsson blaðamaður var honum til halds og trausts.
Lesa meira

Yfirlit á Gaddstaðaflötum 23. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 23. ágúst og hefst stundvíslega kl. 8:30. Röð flokka verður eftirfarandi:
Lesa meira

Síðsumarssýning á Sauðárkróki - ATH breytt hollaröð

Sýningin hefst kl: 8:00 miðvikudaginn 21. ágúst með sköpulagsdómum í reiðhöllinni Svaðastaðir. Yfirlitssýning fer fram á Sauðárkróki föstudaginn 23. ágúst og hefst kl: 14:00. Athugið að nokkur hross bættust við á seinustu stundu. Meðfylgjandi hollaröð er því uppfærð frá því fréttin birtist fyrst. Hollaröð má nálgast í meðfylgjandi skjali
Lesa meira

Íslandsmeistaramótið í hrútaþukli

Síðasta laugardag var Íslandsmótið í hrútadómum haldið í sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Mótið fer þannig fram að keppt er í flokki vanra og óvanra hrútaþuklara. Til skoðunar eru 4 hrútar og þurfa keppendur að raða þeim upp í sömu gæðaröð og dómnefnd setur þá í fyrir keppni. Keppendur hafa ákveðnar grunnupplýsingar um gripinn, þunga, lengd framfótar og ómmælingu. Dómnefndin var skipuð þremur ráðunautum frá RML.
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa á Dalvík - hollaröðun

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram í Hringsholti við Dalvík 22.-23. ágúst. Hér má sjá hollaröðun fyrir sýninguna:
Lesa meira