Jarðrækt

 

Jarðræktarráðunautar RML sinna ráðgjöf sem snýr að jarðrækt og fóðuröflun. Meðal verkefna má nefna:

  • Skurðamælingar og skipulag endurræktunar
  • Jarðvinnslu, val á tækjum og jarðvinnslutækni
  • Áburðarráðgjöf og áburðaráætlanir
  • Val á tegundum og yrkjum til ræktunar í kornrækt, túnrækt, grænfóðurrækt eða orkujurtaræktun
  • Aðstoð við skýrsluhald og skráningu í jörð.is
  • Greiningu á fóðuröflunarkostnaði

Að auki sinna ráðunautar RML hvers kyns ráðgjöf og upplýsingagjöf er varðar jarðrækt og fóðuröflun. Megináhersla ráðgjafar í jarðrækt er aukin hagkvæmni fóðurframleiðslunnar.