Fréttir

Kynbótasýning á Gaddstaðaflötum við Hellu 3.-14. júní

Kynbótasýning fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 3. til 14. júní. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. föstudag 24. maí.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Akureyri 17. maí

Yfirlitssýning kynbótasýningar á Akureyri fer fram á morgun, föstudaginn 17. maí og hefst klukkan 10:00.
Lesa meira

Héraðssýningar kynbótahrossa í Hornafirði og á Fljótsdalshéraði 27.-31 maí

Kynbótasýningar verða í Hornafirði og á Fljótsdalshéraði dagana 27. til 31. maí næstkomandi ef næg þátttaka verður. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er þriðjudagurinn 21. maí næstkomandi.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Hafnarfirði 21.-23. maí

Sýningin á Sörlastöðum í Hafnarfirði hefst þriðjudaginn 21. maí kl. 07:50 með mælingum, dómar hefjast kl. 08:00. Yfirlitssýning verður síðan á fimmtudag og verður auglýst þegar nær dregur.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningu á Hvammstanga er 14. maí

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningu á Hvammstanga er þriðjudaginn 14. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Yfirlit í Víðidal 14. maí

Yfirlitssýning kynbótasýningar í Víðidal fer fram þriðjudaginn 14. maí og hefst klukkan 9:30 (áætluð lok um kl. 12:00).
Lesa meira

Kynbótasýning á Selfossi 27.-31. maí

Kynbótasýning fer fram á Brávöllum á Selfossi dagana 27. til 31. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. föstudag 17. maí, nema sýning fyllist, þá lokast sjálfkrafa fyrir skráningar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í apríl 2013

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í apríl 2013 hafa nú verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar voru teknar saman var búið að skila skýrslum frá 94% þeirra 585 búa sem skráð voru í skýrsluhaldið í mánuðinum. Árskýrnar voru 21.610,3 og mjólkuðu 5.637 kg að meðaltali síðustu 12 mánuði. Það er lækkun um 8 kg frá næsta tólf mánaða tímabili á undan en fyrir mánuðinn þar á undan hafði hækkunin reiknast 8 kg. Meðalbúið taldi 39,3 árskýr á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Akureyri 16.-17. maí

Kynbótasýning fer fram á Akureyri dagana 16.-17. maí: Dómar fara fram fimmtudaginn 16. maí og byrja kl. 9:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 17. maí og byrjar kl. 10:00.
Lesa meira

Fundahöld vegna stöðu mála á Norður- og Austurlandi

Fulltrúar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Bændasamtökunum, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bjargráðasjóði héldu sinn annan fund í morgun til að fara yfir stöðu mála á Norður- og Austurlandi þar sem víða eru mikil snjóþyngsli og á mörgum bæjum hætta á kali vegna svellalaga á túnum.
Lesa meira