Reglur um styrkhæfar afkvæmaprófanir á hrútum fyrir haustið 2014

Framundan er fengitíð á sauðfjárbúum. Fyrir liggur að ákveða hvaða hrúta skal prófa á skipulegan hátt. Á „hrútafundum“ sem haldnir hafa verið um allt landið síðustu tvær vikur hafa verið kynntar þær tillögur sem lagðar hafa verið fyrir fagráð um skilyrði fyrir styrkhæfum afkvæmarannsóknum haustið 2014. Þar er gert ráð fyrir að til þess að afkvæmaprófun sé styrkhæf séu að lágmarki 5 lambhrútar í samanburðinum og þeir séu allir notaðir á blöndu af fullorðnum ám (ekki að einn þeirra sé t.d. eingöngu notaður á gemlinga).

Bændur eru því sérstaklega hvattir til þess að prófa lambhrútana á skipulagðan hátt og velja ærnar út frá aldri og gæðum í sem jafnasta hópa. 

ee/okg