Landbúnaður og náttúruvernd - LOGN

LOGN 2020 - Kynning 
LOGN - Landbúnaður og náttúra - lokaskýrsla 2020 
LOGN - Landbúnaður og náttúra - lokaskýrsla 2019 

LOGN er skammstöfun og vinnuheiti á verkefninu „Landbúnaður og náttúruvernd“ sem er samstarfsverkefni Bændasamtaka Íslands og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Markmið og tilgangur verkefnisins er að kanna möguleika á samþættingu landbúnaðar og náttúruverndar auk þess að greina tækifæri, hindranir, samlegðaráhrif og mögulegan ávinning af náttúruverndaraðgerðum á landbúnaðarsvæðum.

Verkefnið er í umsjón Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf og fjármagnað af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Fyrir hverja er LOGN
LOGN er fyrir bændur og/eða landeigendur sem hafa áhuga á að stunda náttúrvernd af einhverju tagi á skilgreindu landbúnaðarlandi samkvæmt skipulagi viðkomandi sveitarfélags.

  • Eigendur bújarða eða landssvæða á skilgreindu landbúnaðarlandi
  • Bændur með hefðbundin búrekstur
  • Ferðaþjónustuaðilar
  • Sveitarfélög

Hvað er náttúruvernd
Náttúruvernd er samheiti yfir verkefni sem snúa að verndun, viðhaldi og endurheimt náttúrulegra landslagsgerða, náttúruminja og líffræðilegrar fjölbreytni.

Náttúruvernd á að stuðla að sérkenni náttúru sé viðhaldið eða fái að þróast á eigin forsendum.

Náttúruvernd viðheldur náttúrugæðum fyrir komandi kynslóðir og stuðlar að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Dæmi um náttúruverndarverkefni á landbúnaðarsvæðum:

  • Verndun svæða, staða og/eða sérstakra náttúrufyrirbæra
  • Endurheimt landgæða og sjálfbær landnýting
  • Verndun, viðhald og/eða endurheimt vistkerfa, búsvæða og lífbreytileika
  • Endurheimt, viðhald og verndun votlendis og vatnasvæða
  • Umsjón friðlýstra svæða (t.d. viðhald og gerð göngustíga, hliða og girðinga)
  • Stjórnun á veiði
  • Vöktun og rannsóknir á náttúru

Reynsla af sambærilegum verkefnum erlendis
Víða erlendis er komin talsverð reynsla á samþættingu landbúnaðar og náttúrverndar. Oft er um að ræða samfélagslega þjónustu. Þá fá bændur greidda umhverfisstyrki sem eiga að stuðla að bættri umgengni við náttúru, verndun og viðhaldi á lífbreytileika og búsvæðum, en jafnframt stuðla að heilbrigðari meðhöndlun jarðvegs og húsdýra. Þar sem best hefur til tekist hafa stjórnvöld beitt sér fyrir ráðgjöf og fræðslu til bænda um umhverfismál. Reynslan sýnir að vel upplýstir bændur eru frekar tilbúnir að breyta til og snúa sér að umhverfisvænum aðferðum og noti það sem tækifæri til að efla starfsemi og aðgreina afurðir sínar á mörkuðum.

Dæmi um ávinning af LOGN verkefnum erlendis:

  • Bætt lífsskilyrði fyrir almenning, t.d. með hreinna vatni, betra lofti, lífbreytileika o.fl.
  • Fjölbreyttari störf til sveita
  • Meiri nýliðun / ættliðaskipti
  • Styrkir dreifbýli á jaðarsvæðum
  • Notað til að marka sérstöðu í markaðsmálum
  • Nýsköpun
  • Kallar fram jákvæða ímynd á landbúnaði og vörum unnum úr landbúnaðarafurðum

Frekari upplýsingar um verkefnið
LOGN - Kynning á verkefni 
Náttúrunýsköpun 
LOGN - Stutt samantekt á 1. verkþætti 
Friðlýsing, verkfæri í náttúruvernd 
Nokkrar upplýsingar um gögn frá Náttúrufræðistofnun Íslands 
Túlkun fundargesta á hugtakinu náttúruvernd 
Frumniðurstöður könnunar 

Sigurður Torfi Sigurðsson er ráðgjafi/verkefnastjóri og veitir hann frekari upplýsingar um verkefnið í síma 516-5078/776-8778 eða í gegntum netfangið sts@rml.is.