Fréttir

Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum

Kynbótasýning fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu í vikunni 19. til 23. ágúst næstkomandi. Ef þátttaka verður mikil gæti hluti sýningarinnar orðið í vikunni 12. til 16. ágúst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Yfirlit miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram fimmtudaginn 25. júlí og hefst stundvíslega kl. 8:30. Röð flokka verður eftirfarandi:
Lesa meira

Röðun hrossa á miðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum 22.-26. júlí

Röðun hrossa á miðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum 22.-26. júlí:
Lesa meira

Miðsumarssýning færð á Gaddstaðaflatir

Að öllum kostum virtum og að höfðu samráði við ýmsa aðila í hópi tamningamanna hefur undirritaður ákveðið að færa fyrirhugaða miðsumarssýningu frá Selfossi að Gaddstaðaflötum við Hellu. Mál standa þannig að brautin á Selfossi virðist þola miður þá úrkomutíð sem staðið hefur svo að segja sumarlangt – og sér hvergi fyrir endann á. Brautin á Hellu er, sem stendur, líklegri til að þola það mikla álag sem fylgir jafn gleðilega stórri og viðamikilli kynbótasýningu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í júní 2013

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júní hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til um miðnætti síðastliðna nótt hafði verið skilað skýrslum frá 92% af þeim 583 búum sem voru skráð í skýrsluhaldið. Reiknuð meðalnyt 20.980,5 árskúa var 5.650 kg sem er 5 kg lækkun frá síðasta uppgjöri. Meðalfjöldi árskúa á búum þeim sem skýrslum hafði verið skilað frá var 39,0.
Lesa meira

Miðsumarssýning kynbótahrossa á Selfossi

Kynbótasýning fer fram á Selfossi dagana 22. til 26. júlí næstkomandi og/eða svo sem skráningar gefa tilefni til. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Símsvörun hjá RML vegna rekstrar- og fjármálaráðgjafar

Fyrirspurnum vegna rekstrar- og fjármálaráðgjafar á vegum RML er svarað í síma 516 5060. Meðan sumarleyfi standa yfir þá er öðrum fyrirspurnum á sviði rekstrar og nýsköpunar svarað í síma 516 5061. Þjónusta fyrir dkBúbót er í síma 563 0368. Ef ekki næst í viðkomandi starfsmann á vakt þá má hafa samband við skiptiborð RML 516 5000 og skilja eftir skilaboð eða senda tölvupóst á Jóhönnu Lind á jl@rml.is eða Sigríði Bjarnadóttur á sb@rml.is.
Lesa meira

Starfsmannamál RML og sumarfrí

Síðustu vikur hafa orðið nokkrar breytingar í starfsmannamálum RML. Eins og fram hefur komið áður hefur Sigríður Ólafsdóttir verið ráðin í starf hlunnindaráðunautar ásamt því að starfa sem almennur ráðunautur. Svanhildur Ósk Ketilsdóttir er komin til baka úr fæðingarorlofi og hefur verið ráðin til starfa sem tengjast orkumálum en einnig mun hún starfa sem almennur ráðunautur og er með starfsstöð á Akureyri.
Lesa meira

Kynbótasýningar í júlí og ágúst

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á kynbótasýningar það sem eftir lifir sumars. Þar er um að ræða eftirtaldar sýningar og daga með fyrirvara um breytingar háðar þátttöku:
Lesa meira