Fréttir

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Stekkhólma 30. - 31. maí

Kynbótasýning hrossa á Stekkhólma verður fimmtudaginn 30. maí og hefjast dómar kl. 9:30. Yfirlitssýning fer fram föstudaginn 31. maí og hefst kl. 10:00.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Sauðárkróki 27. - 31. maí

Dómar hefjast mánudaginn 27. maí kl 09:00. Byrjað verður að mæla kl 08:50. Aðra daga hefst sýningin með mælingum kl 07:50 og dómum kl 08:00. Yfirlitssýning fer fram föstudaginn 31. maí og hefst kl 09:00. Vinsamlegast mætið stundvíslega.
Lesa meira

Yfirlit á Hvammstanga 24. maí

Yfirlit á kynbótasýningu á Hvammstanga fer fram föstudaginn 24. maí og hefst kl. 9:30.
Lesa meira

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Fyrirhugað er að halda a.m.k. þrjú námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt um miðjan júní á Stóra Ármóti, Hvanneyri og á Akureyri. Námskeiðin hefjast kl. 10.00 fyrir hádegi og þeim lýkur kl. 18.00.
Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson er nýr ráðherra landbúnaðarmála

Sigurður Ingi Jóhannsson er nýr ráðherra landbúnaðar-, sjávarútvegs- og umhverfismála í nýrri ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem tekur við í dag. Sigurður Ingi er mörgum bændum að góðu kunnur en hann starfaði áður sem dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands og var þar áður héraðsdýralæknir í uppsveitum Árnessýslu.
Lesa meira

Yfirlit á Sörlastöðum

Yfirlit fer fram á Sörlastöðum fimmtudaginn 23. maí og hefst stundvíslega klukkan 9:00.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Selfossi 27.-31. maí

Kynbótasýning hrossa á Brávöllum á Selfossi hefst mánudaginn 27. maí kl. 07:50 með mælingum, dómar hefjast kl. 08:00. Sama tímasetning á við um 28.-30. maí, mælingar hefjast kl. 7:50 og dómar kl. 8:00. Við biðjum knapa og umráðamenn hrossa að virða tímasetningar og mæta stundvíslega. Þannig gengur sýningin best fyrir sig og dýrmætur tími sparast. Yfirlitssýning verður föstudaginn 31. maí og verður auglýst þegar nær dregur. Hér að neðan er hægt að sjá röðun hrossa:
Lesa meira

Ný ríkisstjórn hyggst stuðla að aukinni matvælaframleiðslu á Íslandi

Ný ríkisstjórn verður kynnt síðar í dag en í morgun kynntu formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar flokka sinna. Í yfirlýsingunni er að finna sérstakan kafla um landbúnað: \"Ríkisstjórnin lítur á landbúnað sem eina af mikilvægustu atvinnugreinum framtíðarinnar. Vaxandi eftirspurn eftir mat á heimsvísu skapar íslenskum landbúnaði sóknarfæri með möguleikum á aukinni framleiðslu og margbreytilegum afurðum. Ríkisstjórnin mun gera íslenskum landbúnaði kleift að nýta þau sóknarfæri sem greinin stendur frammi fyrir. Með það fyrir augum er brýnt að kanna með hvaða hætti er unnt að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins...
Lesa meira

Röð knapa á kynbótasýningu á Hvammstanga 23.-24. maí

Kynbótasýning verður haldin á Hvammstanga dagana 23.-24. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 24. maí og hefst kl. 9:30.
Lesa meira

Héraðssýning kynbótahrossa á Melgerðismelum 3.-7. júní

Kynbótasýning fer fram á Melgerðismelum í Eyjafirði dagana 3. til 7. júní næstkomandi. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira