Fréttir

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í september 2013

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í september hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Við uppgjörið hafði verið skilað skýrslum frá 92% af þeim 584 búum sem eru skráð í skýrsluhaldið. Reiknuð meðalnyt 20.914,3 árskúa var 5.631 kg sem er 1 kg lækkun frá síðasta uppgjöri. Meðalfjöldi árskúa á búum þeim sem skýrslum hafði verið skilað frá var 39,0.
Lesa meira

Ingvar Björnsson kominn til starfa á ný

Ingvar Björnsson ráðunautur RML hefur nú hafið störf á ný eftir fæðingarorlof. Hann hefur starfað á Akureyri hingað til en mun nú breyta um starfsstöð þar sem hann hefur flust búferlum ásamt fjölskyldu sinni að Hólabaki í Húnavatnssýslu.
Lesa meira

Breyting á ásetningshlutfalli 2014

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga, að til að hljóta fullar beingreiðslur árið 2014 skuli fjöldi vetrarfóðraðs sauðfjár vera að lágmarki 0,65 á hvert ærgildi greiðslumarks á lögbýli. Ákvörðun þessi nær til framleiðslu almanaksárið 2014.
Lesa meira

Skráning lambadóma í fjárvís.is

Þessa dagana er vinna við lambadóma í fullum gangi. Til að hægt sé að gera upp niðurstöður einstakra búa og safna saman upplýsingum um afkvæmi sæðingastöðvahrúta er nauðsynlegt að fá þessar upplýsingar inn i skýrsluhaldið. Bændur eru hvattir til að skrá dómana sjálfir inn í fjárvís.is og er miðað við að dómaskráningunni ljúki viku eftir að mælingarnar eru gerðar.
Lesa meira

Fóðurblandan lækkar verð á kjarnfóðri

Fóðurblandan hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verð fóðurs hjá fyrirtækinu lækki í dag, 2. október 2013, vegna lækkunar á hráefnum erlendis frá. Jafnframt kemur fram að lækkunin verði mismikil eftir tegundum. Hins vegar kemur ekki fram hve mikil lækkunin er og fyrirtækið hefur ekki birt uppfærðan verðlista á heimasíðu sinni.
Lesa meira

Lífland lækkar verð á kjarnfóðri um allt að 5%

Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri frá og með 1. október að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%. Ástæða verðbreytinganna er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar vegna góðrar uppskeru í Evrópu, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Lesa meira

Aðbúnaður á minkabúum

Ákveðið hefur verið að frumkvæði Samtaka loðdýrabænda á Íslandi og í samstarfi við RML að fara í aðbúnaðarverkefni með starfandi minkabændum. Markmið verkefnisins er að kanna aðbúnað á minkabúum og starfsvenjur minkabænda ásamt því að fá mat erlendra aðila á stöðunni eins og hún er nú.
Lesa meira

Öll mjólk keypt á fullu afurðastöðvarverði til áramóta

Fyrirtæki í mjólkuriðnaði hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að öll mjólk verði keypt á fullu afurðastöðvaverði fram til áramóta. Að því er fram kemur í tilkynningunni hefur orðið veruleg söluaukning á smjöri, rjóma, ostum, drykkjarmjólk og fleiri afurðum. Mjólkursamsalan býst við að þessi þróun haldi áfram næstu vikur og fyrirtæki í mjólkuriðnaði hafa því ákveðið að kaupa alla framleiðslu bænda fullu afurðastöðvaverði frá októberbyrjun til áramóta. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa einnig lagt til að greiðslumark næsta árs, sem er samanlagður framleiðsluréttur bænda fyrir innanlandsmarkað, verði aukið úr 116 milljónum lítra í 123 milljónir lítra.
Lesa meira

Um gæðastýringuna í mjólkurframleiðslunni

Um síðustu áramót var reglum um greiðslur gæðastýringarálags breytt þannig að nú þarf að skila sýnum úr mjólk kúnna hið minnsta tvisvar á hverjum ársfjórðungi til Rannsóknarstofu SAM ef ætlunin er að halda eða öðlast rétt til að fá greitt gæðastýringarálag.
Lesa meira

Lagt til að greiðslumark mjólkur verði aukið um 7 milljónir lítra

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa gert um það tillögu til landbúnaðarráðherra að greiðslumark 2014 verði 123 milljónir lítra sem er aukning um 7 milljónir lítra frá greiðslumarki þessa árs. Gert er ráð fyrir að á tveggja ára tímabili frá 2012–2014 verði um 7,7 milljóna lítra aukning í mjólkursölu innanlands. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé einsdæmi. Söluaukninguna má einkum rekja til fitumeiri afurða.
Lesa meira