Fréttir

Síðsumarssýning á Sauðárkróki - hollaröð

Sýningin hefst kl: 8:00 miðvikudaginn 21. ágúst með sköpulagsdómum í reiðhöllinni Svaðastaðir. Yfirlitssýning fer fram á Sauðárkróki föstudaginn 23. ágúst og hefst kl: 14:00. Hollaröð má nálgast í meðfylgjandi skjali
Lesa meira

Síðsumarsýningar kynbótahrossa á Sauðárkróki og Dalvík

Dómar hefjast í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki miðvikudaginn 21. ágúst kl 08:00. Dómar hefjast í Hringsholti við Dalvík fimmtudaginn 22. ágúst kl 08:00. Yfirlitssýningar fara fram föstudaginn 23. ágúst kl 08:30 í Hringsholti en kl 14:00 á Sauðárkróki. Hollaröð mun birtast síðar inni á rml.is.
Lesa meira

Yfirlit á síðsumarssýningu á Miðfossum 16. ágúst

Yfirlitssýning á Miðfossum föstudaginn 16. ágúst hefst kl. 10.00.
Lesa meira

19.-23. ágúst 2013: Síðsumarsýning á Gaddstaðaflötum

Kynbótasýning fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 19. til 23. ágúst. Dómar hefjast alla dagana kl. 8:00 og knapar eru vinsamlegast beðnir að mæta 10 mínútum fyrr með hrossin í mælingu. Ætlast er til að hrossin mæti í mælingu í þeirri röð sem þau eru skráð í byggingardóm. Til að sjá röðun hrossa er smellt á tengilinn hér fyrir neðan. Bæði er hægt að sjá röðun eftir stafrósröð knapa og dögum. Yfirlitssýning fer fram föstudaginn 23. ágúst og verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Lesa meira

15.-16. ágúst 2013: Síðsumarssýning á Blönduósi

Kynbótasýning fer fram á Blönduósi fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. ágúst næstkomandi, dómar hefjast kl. 9:00 á fimmtudeginum og yfirlitssýning hefst kl. 9:00 á föstudagsmorguninn. Smellið á tenglinn hér að neðan til að sjá lista yfir þau hross sem skráð eru til sýningar og hollaröðun á fimmtudeginum. Hollaröð á Blönduósi 15. ágúst 2013
Lesa meira

15.-16. ágúst 2013: Síðsumarssýning kynbótahrossa á Miðfossum

Kynbótasýning fer fram á Miðfossum í Borgarfirði fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. ágúst næstkomandi, dómar hefjast kl. 13:00 á fimmtudeginum og yfirlitssýning verður kl. 10:00 á föstudagsmorguninn.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktinnar í júlí 2013

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok júlí hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Við uppgjörið hafi verið skilað skýrslum frá 93% af þeim 582 búum sem eru skráð í skýrsluhaldið. Reiknuð meðalnyt 21.098,6 árskúa var 5.649 kg sem er 1 kg lækkun frá síðasta uppgjöri. Meðalfjöldi árskúa á búum þeim sem skýrslum hafði verið skilað frá var 39,0.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki

Á vef Bændasamtaka Íslands hefur verið auglýst að opnað hafi verið fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki á Bændatorginu. Umsækjandi þarf að vera skráður fyrir búnaðargjaldsskyldri framleiðslu til að hljóta styrk. Sækja þarf um fyrir 10. september 2013. Á heimasíðu BÍ má einnig finna eyðublað til að sækja um á pappírsformi fyrir þá sem það kjósa sem og reglur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða en þar er kveðið á um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði.
Lesa meira

Síðsumarsýningar - sýningardagar á Miðfossum og Blönduósi

Reiknað er með að sýningar á Miðfossum og Blönduósi fari fram fimmtudag 15. ágúst og föstudag 16. ágúst. Nákvæmari tímasetningar verða auglýstar síðar.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur

Skráningarfrestur á síðsumarsýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 19. og 23. ágúst hefur verið framlengdur til mánudagsins 12. ágúst. Að svo komnu máli er ekki reiknað með að sýningin hefjist fyrr en 19. ágúst en ef fjöldi verður meiri en búist er við hefst sýningin í lok næstu viku. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is.
Lesa meira