Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn júlí
13.08.2025
|
Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, nú að loknum júlí, má nú sjá á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram yfir nón þann 13. ágúst. Hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en mun meiri upplýsingar liggja fyrir í töflum þeim sem tengill er í neðst í þessari frétt.
Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 438 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 114 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Reiknuð meðalnyt 24.322,3 árskúa á búunum 439 var 6.572 kg. eða 6.830 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira