Skýrsluhald fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú að nýliðnum janúar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbil þann 11. febrúar. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á töflur þær sem tengill er í hér neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 442 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 113 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira

Ársuppgjör skýrslna nautgriparæktarinnar árið 2024

Hér á eftir er farið yfir helstu niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar hér á landi fyrir árið 2024. Grein þessi er samhljóða þeirri sem nú birtist í Bændablaðinu. Eins og gefur að skilja þarf svona yfirlit ákveðinn undirbúning og því þarf einn daginn að ákveða að bíða ekki lengur eftir upplýsingum þeim sem enn kunna að vera ókomnar inn í grunn þann sem gögnin sem unnið er með eru sótt í. Sem dæmi má nefna voru upplýsingarnar um kjötframleiðsluna sóttar til vinnslu fyrir ríflega viku síðan og svipað gildir um mjólkurframleiðsluna, þannig að gögn sem bárust síðar eða eiga eftir að berast ná því miður ekki inn í uppgjörið. Telja má þó víst að þær tölur sem ekki náðu inn fyrir miðjan mánuðinn, breyti litlu sem engu um landsmeðaltöl því heimtur gagna mátti telja góðar á þeim tíma. Fyrst lítum við yfir mjólkurframleiðsluna en fast á eftir fylgir sú yfirferð sem varðar kjötframleiðsluna á nýliðnu ári.
Lesa meira

Sæðingaappið FANG komið í notkun í Eyjafirði og S-Þing.

Sæðingaappið eða smáforritið FANG hefur verið tekið í notkun í Eyjafirði og S-Þing. Með forritinu geta bændur pantað sæðingar hvenær sem er sólarhringsins í farsíma, spjaldtölvu og/eða borðtölvu. FANG keyrir sem app á Android-símum en notendur iPhone geta notað vefútgáfu forritsins. Forritið er tiltölulega einfalt í notkun en hægt er að skoða leiðbeiningar hér á síðunni.  Markmiðið er að þetta sé notendavænt og auðveldi pantanir á sæðingum og skráningum fyrir frjótækna. Þá er einnig markmið að minnka allar handskriftir sem hafa fylgt okkar núverandi kerfi síðustu áratugina og á sama tíma takmarka og helst útiloka villur sem hafa átt sér stað, ásamt því að gera störf frjótækna skilvirkari. Ávinningur þessa smáforrits (apps) er margþættur fyrir bændur og frjótækna og vonumst við eftir að sem flestir tileinki sér notkun þess.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar eftir nýliðinn nóvember

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 445 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði nú til 112 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.680,0 árskúa á búunum 445 var 6.534 kg. eða 6.795 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum 445 búum var 55,5. Meðalfjöldi kúa á þeim 112 hreinu kjötframleiðslubúum sem uppgjörið nær yfir reiknaðist 30,3 við lok október en árskýrnar á þeim búum voru á þeim tíma 27,4 að jafnaði. Meðalkjötframleiðsla á þessum búum var 7.205,4 kg. á undanförnum 12 mánuðum. Meðalfallþungi 9.589 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, sem slátrað var frá öllum búunum sem uppgjörið nær yfir, hvort sem um ræðir bú þar sem stunduð var kjötframleiðsla eða mjólkurframleiðsla, eða blanda af hvoru tveggja, undanfarna 12 mánuði, var 256,9 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra gripa við slátrun var 732,1 dagur.
Lesa meira

Nýtt Íslandsmet í æviafurðum

Við uppgjör afurðaskýrslna í mánuði hverjum líta ýmsar tölur dagsins ljós. Í október s.l. urðu tíðindi, eða öllu heldur stórtíðindi, að afrekskýrin Bleik 995 á búi Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd sló Íslandsmetið í æviafurðum og hefur nú mjólkað mest allra íslenskra kúa. Hún hefur nú, á sínum 15. vetri, mjólkað samtals 114.731 kg en eldra Íslandsmet Mókollu 230 á Kirkjulæk var 114.635 kg. Við mælingu þann 31. október s.l. var Bleik í 27,1 kg dagsnyt þannig að leiða má líkum að því að metið hafi fallið undir lok mánaðarins eða síðla dags hinn 28. október.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn september

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðastliðna 12 mánuði, nú að loknum september, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fyrir hádegi hinn 11. október. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 434 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 114 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.950,2 árskúa á búunum 434 var 6.548 kg. eða 6.809 kg. OLM
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, að enduðum ágúst, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað síðdegis hinn 12. september. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 442 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.461,2 árskúa á búunum 442 var 6.541 kg. eða 6.535 kg. OLM.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir júlímánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, að liðnum júlí, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað að morgni hins 14. ágúst. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 441 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 118 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.302,8 árskúa á búunum 441 var 6.524 kg. eða 6.495 kg. OLM
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, þegar júní hefur runnið sitt skeið, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað undir hádegi þann 12. júlí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 448 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 118 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.484,3 árskúa á búunum 448 var 6.525 kg. eða 6.565 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum 448 búum var 54,7.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuðina, þegar maí er á enda runninn, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað undir nón þann 11. júní. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 441 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 117 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.139,9 árskúa á búunum 441 var 6.518 kg. eða 6.480 kg. OLM
Lesa meira