Skýrsluhald fréttir

Nýtt Íslandsmet í æviafurðum

Við uppgjör afurðaskýrslna í mánuði hverjum líta ýmsar tölur dagsins ljós. Í október s.l. urðu tíðindi, eða öllu heldur stórtíðindi, að afrekskýrin Bleik 995 á búi Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd sló Íslandsmetið í æviafurðum og hefur nú mjólkað mest allra íslenskra kúa. Hún hefur nú, á sínum 15. vetri, mjólkað samtals 114.731 kg en eldra Íslandsmet Mókollu 230 á Kirkjulæk var 114.635 kg. Við mælingu þann 31. október s.l. var Bleik í 27,1 kg dagsnyt þannig að leiða má líkum að því að metið hafi fallið undir lok mánaðarins eða síðla dags hinn 28. október.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn september

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðastliðna 12 mánuði, nú að loknum september, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fyrir hádegi hinn 11. október. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 434 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 114 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.950,2 árskúa á búunum 434 var 6.548 kg. eða 6.809 kg. OLM
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, að enduðum ágúst, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað síðdegis hinn 12. september. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 442 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.461,2 árskúa á búunum 442 var 6.541 kg. eða 6.535 kg. OLM.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir júlímánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, að liðnum júlí, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað að morgni hins 14. ágúst. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 441 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 118 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.302,8 árskúa á búunum 441 var 6.524 kg. eða 6.495 kg. OLM
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, þegar júní hefur runnið sitt skeið, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað undir hádegi þann 12. júlí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 448 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 118 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.484,3 árskúa á búunum 448 var 6.525 kg. eða 6.565 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum 448 búum var 54,7.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuðina, þegar maí er á enda runninn, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað undir nón þann 11. júní. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 441 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 117 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.139,9 árskúa á búunum 441 var 6.518 kg. eða 6.480 kg. OLM
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuðina, þegar apríl er á enda, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbilið þann 13. maí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 447 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.287,1 árskýr á búunum 447 var 6.494 kg. eða 6.515 kg. OLM
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir marsmánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuðina, nú við lok mars þegar sólin hefur hækkað verulega á lofti, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbil þann 11. apríl. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 450 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 119 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.407,0 árskúa á búunum 450 var 6.470 kg. eða 6.522 kg. OLM
Lesa meira

Prentun vorbóka í fullum gangi

Prentun vorbóka en nú í fullum gangi og munu á næstu dögum bækur berast bændum
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar eftir nýliðinn febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar á síðustu 12 mánuðum, nú eftir lok febrúar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fram undir hádegi þann 11. mars. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 437 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.732,6 árskúa á búunum 437 reiknaðist 6.480 kg. eða 6.395 kg. OLM
Lesa meira