19.12.2024
|
Pétur Halldórsson
Allmörg hrossaræktarbú afgreiða DNA-sýnatökur úr folöldum strax á folaldshausti eða fyrst eftir fæðingu; samhliða örmerkingum. Sýnatakan er einföld, strok úr nös eða nokkrir lokkar úr faxi eða tagli – með hársekkjum. Með því að vinna þetta tímanlega á lífsleiðinni er ýmislegt fengið. Hafi eitthvað farið úrskeiðis s.s. folaldavíxl hjá hryssum við köstun, víxl við örmerkingu, rangur faðir skráður, þá uppgötvast það strax og enn sterkari líkur til að eigendur muni og viti um leið hvað gæti hafa misfarist.
Lesa meira