Skýrsluhald - heimarétt WF
20.01.2025
|
Rétt er að vekja athygli á því að á heimasíðu RML eru nýuppfærðar leiðbeiningar um notkun á heimarétt WorldFengs. Nú í upphafi árs er gott að fara inn í heimaréttina og huga að því hvort eitthvað er ógert þar. Það helsta sem gott er að hafa í huga er: Hefur fang verið skrá inn á þær hryssur sem fóru undir stóðhest sumarið 2024 og hafa stóðhestseigendur samþykkt skráninguna? Eru öll folöldin grunnskráð? Hefur verið merkt við geldingu á þeim folum sem voru geltir árið 2024. Sumir dýralæknar skrá slíkt aðrir ekki? Hefur verið gert grein fyrir afdrifum hrossa? Eru einhver eigendaskipti ófrágengin? Er litaskráning í lagi á öllum hrossunum? Er búin að setja inn nöfn á þau hross sem hafa verið nefnd? Er skráður umráðamaður á öllum hrossum?
Lesa meira