Hrossarækt fréttir

Yfirlit á miðsumarssýningu á Rangárbökkum 18. júlí

Yfirlitssýning á miðsumarssýningu á Rangárbökkum hefst föstudaginn 18. júlí kl. 08.00
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2025 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er víða lítil viðvera á starfsstöðvum RML vegna sumarleyfa starfsfólks. Því getur verið að erindi fái ekki afgreiðslu fyrr en að þeim loknum í byrjun ágúst. Aðalnúmer RML 516-5000 er opið sem hér segir:  Mánudaga – fimmtudaga; kl 9-12 og 13-16. Föstudaga; kl 9-12. Eftir hádegi á föstudögum er lokað.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar mánudaginn 14. júlí kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn.
Lesa meira

Framlengdur skráningafrestur á miðsumarsýningu á Rangárbökkum

Skráningafrestur á miðsumarsýningu á Rangárbökkum, dagana 28. júlí til 1. ágúst, hefur verið framlengdur til miðnættis miðvikudagsinn 9. júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar.
Lesa meira

Framlengdur skráningafrestur á miðsumarssýningu á Akureyri

Skráningafrestur á miðsumarssýningu á Akureyri hefur verið framlengdur til miðnættis miðvikudagsinn 9. júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar.
Lesa meira

Kynbótahross á Fjórðungsmóti

Fjórðungsmót verður haldið í Borgarnesi, dagana 2. – 6. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Kjós, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum, Skagafirði eða Eyjafirði eiga þáttökurétt á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut. Stöðulista má sjá á WorldFeng yfir þau hross sem hafa unnið sér þáttökurétt á mótinu og liggur sá listi endanlega fyrir þegar yfirlitssýningu lýkur á Hólum í dag, 23. júní. Eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum eru beðnir um að láta vita fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 25. júní, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu. Hægt er að láta vita í síma 866-2199 eða á tölvupósti: thorvaldur@rml.is
Lesa meira

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar mánudaginn 23. júní kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn.
Lesa meira

Spennandi nýjung í kynbótamati íslenskra hrossa: Nýting keppnisárangurs

Nú hefur nýtt kynbótamat verið vistað í WorldFeng en þar er keppnisárangur hrossa nýttur í fyrsta skipti í kynbótamati fyrir íslensk hross. Fram til þessa hefur kynbótamatið byggt eingöngu á kynbótadómum en framvegis mun það byggja bæði á þeim og keppnisárangri hrossa í völdum flokkum íþrótta- og gæðingakeppni. Hér fyrir neðan eru helstu punktar en nánari skýringar eru í textanum sem fylgir
Lesa meira

Röðun hrossa á yfirliti á Rangárbökkum 6. júní

Yfirlit annarrar vorsýningar á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 6. júní og hefst stundvíslega kl. 08:00.
Lesa meira

Birt hefur verið hollaröð fyrir Miðfossa

Hollaröð fyrir Miðfossa hefur verið birt á síðunni undir Röðun hrossa á kynbótasýningum. Þar birtast allar upplýsingar um röðun hrossa á sýningar sumarsins.
Lesa meira