Skýrsluhald - heimarétt WF
20.12.2024
|
Nú þegar líður að áramótum og allir búnir að skila haustskýrslum til Matvælaráðuneytisins er gott að huga að hvað sé ógert varðandi skýrsluhaldið í heimarétt WF. Eftirfarandi er gott að skoða: Er búið að ganga fangskráningum þessa árs? Muna einnig að taka fram hvaða hryssum var ekki haldið í sumar. Er búið að skrá inn hvaða folar voru geltir í sumar? Hafa afdrif verið skráð? Eru folöld þessa árs skráð? Hafa örmerkingar og DNA-greiningar skilað sér inn? Eru litaskráningar réttar? Þegar þetta er ritað er búið að skrá 3.579 folöld, þar af á lífi 3.416 og eru 2.412 þeirra þegar örmerkt.
Lesa meira