Hrossarækt fréttir

Nýtt kynbótamat

Nýtt kynbótamat var reiknað fyrir íslenska hestinn síðustu helgi og var það birt nú á mánudagsmorgni. Þegar Landsmót er haldið er nýtt kynbótamat iðulega reiknað til að hafa nýjar niðurstöður til að byggja röðun afkvæmahesta á. Alls bættust við frá vorinu 1.520 dómar frá sex löndum. Alls byggir kynbótamatið nú á 37.416 fullnaðardómum og því ljóst að árlega bætast við verðmætar upplýsingar sem styrkja grunn kynbótamatsins.
Lesa meira

Kynbótahross á Landsmóti 2024

Þá er stórskemmtilegu dómavori að ljúka og að verða ljóst hvaða hross vinna sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Á forsíðu WorldFengs má sjá „Sýningarskrá fyrir Landsmót 2024“ en þar kemur fram hvaða hross komast inn á Landsmót þegar yfirlitssýningum lýkur föstudaginn 21 júní. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið (til dæmis fleiri en ein hryssa í 15. sæti í flokki 7 vetra og eldri hryssna) þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu.
Lesa meira

Yfirlitssýningar á Rangárbökkum, Hólum og Selfossi á morgun 21. júní

Röð hrossa á yfirlitssýningum morgundagsins á Rangárbökkum, Hólum og á Selfossi hafa allar verið birtar. Sýningarnar hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið. 
Lesa meira

Yfirlit á kynbótasýningu í Spretti 20. júní

Yfirlitssýning í Spretti fer fram fimmtudaginn 20. júní og hefst stundvíslega kl. 08.00
Lesa meira

Skráningar á miðsumarssýningar 2024

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar mánudaginn 24 júní kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML www.rml.is en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML.
Lesa meira

Yfirlit á kynbótasýningu í Spretti 14. júní

Yfirlitssýningin í Spretti fer fram föstudaginn 14. júní og hefst kl. 08.00 Hollaröð má nálgast hér á heimasíðunni undir Röðun hrossa á kynbótasýningum.
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum 14. júní

Yfirlitssýning þriðju sýningarviku á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 14. júní og hefst klukkan 08:00. Hollaröð má nálgast hér á heimasíðunni undir Röðun hrossa á kynbótasýningum. Áætluð lok sýningar eru um kl. 16:00
Lesa meira

Yfirlitssýning á Selfossi 13. júní

Yfirlitssýning fer fram á Brávöllum á Selfossi fimmtudaginn 13. júní og hefst kl. 08:30. Áætlað er að sýningunni verði lokið um kl. 12:30. Hollaröð má nálgast í gegnum hnappinn Röðun hrossa á kynbótasýningum á forsíðunni.
Lesa meira

Hollaröð reiðdómur Hólar þriðjudaginn 11.06.

Þriðjudaginn 11.06. mæta hross til reiðdóms á Hólum sem voru sköpulagsdæmd mánudaginn 10.06. Hér má sjá röðun fyrir þriðjudaginn:
Lesa meira

Einungis sköpulagsdómar á Hólum í dag, 10.06. - sjá frétt

Kynbótasýningin sem fram fer á Hólum, og hófst í dag, leggur aðeins öðruvísi af stað en venja er. Í dag, mánudag, er einungis verið að sköpulagsdæma hross (sem vera áttu á mánudag og þriðjudag) og á morgun, þriðjudag, koma þessi sömu hross til reiðdóms. Aðrir dagar verða með hefðbundnu sniði. Sýningarstjóri biðlar til knapa og umráðamanna hrossa að vera með puttann á púlsinum til að allt megi ganga sem best.
Lesa meira