Fréttir

Listi yfir fjár- og stóðréttir haustið 2013

Listi yfir fjár- og stóðréttir haustið 2013 hefur nú verið birtur á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur sá um samantekt listans og Freyr Rögnvaldsson blaðamaður var honum til halds og trausts.
Lesa meira

Yfirlit á Gaddstaðaflötum 23. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 23. ágúst og hefst stundvíslega kl. 8:30. Röð flokka verður eftirfarandi:
Lesa meira

Síðsumarssýning á Sauðárkróki - ATH breytt hollaröð

Sýningin hefst kl: 8:00 miðvikudaginn 21. ágúst með sköpulagsdómum í reiðhöllinni Svaðastaðir. Yfirlitssýning fer fram á Sauðárkróki föstudaginn 23. ágúst og hefst kl: 14:00. Athugið að nokkur hross bættust við á seinustu stundu. Meðfylgjandi hollaröð er því uppfærð frá því fréttin birtist fyrst. Hollaröð má nálgast í meðfylgjandi skjali
Lesa meira

Íslandsmeistaramótið í hrútaþukli

Síðasta laugardag var Íslandsmótið í hrútadómum haldið í sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Mótið fer þannig fram að keppt er í flokki vanra og óvanra hrútaþuklara. Til skoðunar eru 4 hrútar og þurfa keppendur að raða þeim upp í sömu gæðaröð og dómnefnd setur þá í fyrir keppni. Keppendur hafa ákveðnar grunnupplýsingar um gripinn, þunga, lengd framfótar og ómmælingu. Dómnefndin var skipuð þremur ráðunautum frá RML.
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa á Dalvík - hollaröðun

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram í Hringsholti við Dalvík 22.-23. ágúst. Hér má sjá hollaröðun fyrir sýninguna:
Lesa meira

Síðsumarssýning á Sauðárkróki - hollaröð

Sýningin hefst kl: 8:00 miðvikudaginn 21. ágúst með sköpulagsdómum í reiðhöllinni Svaðastaðir. Yfirlitssýning fer fram á Sauðárkróki föstudaginn 23. ágúst og hefst kl: 14:00. Hollaröð má nálgast í meðfylgjandi skjali
Lesa meira

Síðsumarsýningar kynbótahrossa á Sauðárkróki og Dalvík

Dómar hefjast í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki miðvikudaginn 21. ágúst kl 08:00. Dómar hefjast í Hringsholti við Dalvík fimmtudaginn 22. ágúst kl 08:00. Yfirlitssýningar fara fram föstudaginn 23. ágúst kl 08:30 í Hringsholti en kl 14:00 á Sauðárkróki. Hollaröð mun birtast síðar inni á rml.is.
Lesa meira

Yfirlit á síðsumarssýningu á Miðfossum 16. ágúst

Yfirlitssýning á Miðfossum föstudaginn 16. ágúst hefst kl. 10.00.
Lesa meira

19.-23. ágúst 2013: Síðsumarsýning á Gaddstaðaflötum

Kynbótasýning fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 19. til 23. ágúst. Dómar hefjast alla dagana kl. 8:00 og knapar eru vinsamlegast beðnir að mæta 10 mínútum fyrr með hrossin í mælingu. Ætlast er til að hrossin mæti í mælingu í þeirri röð sem þau eru skráð í byggingardóm. Til að sjá röðun hrossa er smellt á tengilinn hér fyrir neðan. Bæði er hægt að sjá röðun eftir stafrósröð knapa og dögum. Yfirlitssýning fer fram föstudaginn 23. ágúst og verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Lesa meira

15.-16. ágúst 2013: Síðsumarssýning á Blönduósi

Kynbótasýning fer fram á Blönduósi fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. ágúst næstkomandi, dómar hefjast kl. 9:00 á fimmtudeginum og yfirlitssýning hefst kl. 9:00 á föstudagsmorguninn. Smellið á tenglinn hér að neðan til að sjá lista yfir þau hross sem skráð eru til sýningar og hollaröðun á fimmtudeginum. Hollaröð á Blönduósi 15. ágúst 2013
Lesa meira