Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Til nautsmæðra eru eðlilega gerðar meiri kröfur en til annarra kúa. Kýr sem koma til álita sem nautsmæður eru merktar með rauðu flaggi í gripalista búsins í Huppu. Þær kýr sem eru þannig flaggaðar hafa að lágmarki eftirtaldar kynbótaeinkunnir:
Efnilegar kvígur er flaggaðar með grænu flaggi. Þar er um ræða gripi sem hafa að lágmarki:
Þegar tilkynnt er um nautkálf undan flaggaðri kú er í fyrsta lagi beðið niðurstaðna úr arfgreiningu kálfsins og erfðamats fyrir hann. Auk þess eru fleiri þættir vegnir og metnir svo sem hvernig það naut sem notað var passar á móti kúnni, hvernig eru afurðir, frjósemi, útlit auk þess sem kýrin er skoðuð og metin með tilliti til endingar. Þá er nautkálfurinn skoðaður og metinn, kannað hvort hann sé kollóttur, rétt skapaður, heilbrigður og vel þroskaður og hafi til að bera tvö eistu sem er grundvallaratriði er um kynbótagripi ræðir.
Þegar um fyrsta kálfs kvígu er að ræða er eðlilega engin reynsla fengin um hana. Hún er því skoðuð og fyrstu mælingar og kýrsýnaniðurstaðna beðið áður en ákvörðun er tekin um framhaldið.