Aðstoð við gerð áburðaráætlana 2025
16.01.2025
|
Áburðarkaup eru stór kostnaðarliður í búrekstri og því mikilvægt að vanda sig við þau, kaupa réttu tegundirnar, ekki meira en þarf en samt nóg til að spara sér ekki til skaða. Með því að stilla saman væntingar til magns uppskeru og heygæða er gott að taka tillit til ólíkra eiginleika túna innan búsins, ræktunarsögu þeirra og fyrirhugaðra nota svo hægt sé að ná markvissari nýtingu búfjáráburðar og vali á hentugri tegund tilbúins áburðar.
Lesa meira