Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
RML bauð upp á nýtt form ráðgjafar í byrjun árs 2023 sem byggir á jafningjafræðslu þar sem ráðunautar stýra umræðu og halda utan um efnisrammann. Fyrirmyndin er sótt til Finnlands en þar hafa bændur náð góðum árangri og sumir hópar haldið saman í fjölda mörg ár. Mjög góður árangur hefur náðst til dæmis varðandi aukna og betri uppskeru og bætta nýtingu aðfanga. Erlendis er þetta form ráðgjafar nefnt Discussion groups og aðferðin er aðeins breytilegt milli landa sem skýrist að einhverju leiti af menningarmun og mismiklu utanumhaldi.
Aðferðarfræði Bændahópa byggir á að ráðanautar leiða samvinnu og samtal milli bænda innan hvers hóps til að þeir geti miðlað þekkingu og reynslu sín á milli og aukið þannig þekkingu sína og náð markmiðum sínum. Erlendis er það reynslan að sérhver Bændahópur heldur áfram, oft lítið breyttur, ár eftir ár og góð tengsl myndast meðal bændanna og góður árangur næst.
Hver Bændahópur samanstendur af bændum frá 10 búum og tveimur starfsmönnum RML en mikilvægt er að sömu aðilar komi á fundina frá hverjum bæ til að samfella haldist í starfinu. Fleiri en einn getur mætt frá hverjum bæ.
Verkefnið er ársverkefni og hittist hver hópur fimm sinnum auk þess sem sambandi er haldið í gegnum netmiðil (Facebook) þess á milli. Mikið er lagt upp úr að bændur deili reynslu sinni, bæði góðri og slæmri. Ráðunautar leiða og halda utan um starfið sem fram fer í hópunum auk þess að koma inn með faglega þekkingu þegar það á við og óskað er eftir.
Hægt er að nýta og aðlaga aðferðarfræði bændahópanna til að vinna með hvaða viðfangsefni sem er en ákveðið hefur verið að vinna með viðfangsefni sem tengjast jarðrækt og fóðuröflun, í víðum skilningi, í þeim hópum sem nú fara af stað. Þættir sem tengjast þessum viðfangsefnum eru fyrirferðamiklir í kostnaði á hverju búi og því mikilvægt að huga vel að þeim þáttum auk þess sem gæði gróffóðurs skipta miklu máli. Þessi viðfangsefni hafa auk þess beinar tengingar við loftslagsmál. Hægt er að nálgast viðfangsefnin frá mörgum áttum og því er hægt að aðlaga vinnu að þörfum hvers hóps. Auk þess á sér stað þróun þegar hópur heldur áfram að vinna saman sem að hefur áhrif á efnistök.
Í upphafi hvers árs er ákveðið hvaða þætti skuli lögð áhersla á það árið auk þess sem hópurinn setur sér reglur varðandi t.d. mætingar og hvaða gögn menn ætli að deila með hópnum. Fyrst er hist í fundarsal, eða sambærilegri aðstöðu, en næstu fjögur skipti á búum þátttakenda í hópnum.
Dæmi um viðfangsefni í Bændahópum sem hafa verið tekin fyrir:
Reynslan sýnir að bændum finnst mikilvægt að sjá og heyra það sem aðrir eru að gera og það er gefandi að hittast og ræða saman. Þeir bændur sem hafa tekið þátt í bændahópum síðustu 2 árin tala um að þátttaka þeirra í hópunum hafi verið jákvæð, að þekking þeirra hafi aukist og dýrmætt sé að sjá hvernig aðrir bændur gera og heyra um reynslu þeirra. Það veiti nýja sýn á þætti í þeirra eigin búrekstri og auki hæfni til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma upp. Mikilvægi þessa að hittast og ræða málin saman sé ótvírætt og samvera og kaffispjall að lokinni formlegri dagsskrá sé mjög mikilvæg.
Verð fyrir þátttöku í Bændahóp árið 2025 er 125.000.- kr. án vsk. fyrir bú.
Sjá nánar:
Skráning í Bændahópa (Síðasti skráningardagur er 27. janúar)
Farsælir bændahópar (Umfjöllun um bændahópa og ummæli bænda - Bændablaðið 19. desember 2023)
Bændahóparáðgjöf - hvað er það? (Umfjöllun um bændahópa - Bændablaðið 7. nóvember 2023)
Bændur læra af hver öðrum (Umfjöllun um bændahópa - Bændablaðið 14. nóvember 2024)