Fjárfestingastuðningur – umsóknarfrestur
10.03.2025
|
Nú styttist óðfluga í lokafrest umsókna um fjárfestingastuðning vegna fyrirhugaðra framkvæmda ársins 2025, ásamt því að framhaldsumsóknum þarf að skila inn fyrir þau verkefni sem það á við. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars og umsóknarfrestur fyrir umsóknir í nautgriparækt er 31. mars. Framkvæmdir sem eru yfir einni milljón króna eru styrkhæfar og er allt styrkhæft sem viðkemur endurnýjun, endurbótum og nýbyggingum. Þess ber þó að geta að tæknibúnaður er ekki styrkhæfur, nánari upplýsingar um það veita ráðunautar.
Lesa meira