Bútækni og aðbúnaður

 

Meginverkefnið á þessu sviði er að veita faglega hlutlausa ráðgjöf með tilliti til þeirra aðstæðna sem eru á viðkomandi býli. Lagt er mat á núverandi aðstöðu hvort sem er varðandi innra skipulag og mögulegar breytingar á byggingum eða með tilliti til vinnuhagræðingar. Einnig er aðbúnaður gripa tekinn út eftir því sem óskað er og gefin ráð um velferð búfjár miðað við aðstæður á hverjum stað og bent á leiðir til úrbóta á einstökum atriðum í velferð búfjárins. Jafnframt verður lögð áhersla á að kostnaðarmeta mismunandi leiðir í tæknilausnum út frá aðstæðum á hverjum stað og að veita upplýsingar um vinnuverndar- og öryggismál í landbúnaði.