Fréttir

Kynbótasýningar á Sauðárkróki og Dalvík

Kynbótasýningar fara fram á Sauðárkróki og Dalvík í vikunni 19. til 23. ágúst næstkomandi. Sýningardagar verða ákveðnir nánar þegar þáttaka liggur fyrir. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com eða www.rml.is þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Ráðgjafarátak í heyefnagreiningum og fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr

Í framhaldi af samningi RML og BLGG í Hollandi um víðtæka efngreiningaþjónustu bjóðum við bændum að taka þátt í ,,ráðgjafarátaki “ sem getur nýst öllum bændum, en ekki síst kúabændum í fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr samkvæmt NorFor-fóðurmatskerfinu. Fjölþættar og greinargóðar upplýsingar um heyfóðrið geta einnig nýst til markvissari áburðarnotkunar og áburðaráætlanagerðar.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Hvammstanga - breyting á staðsetningu

Ákveðið hefur verið að breyta staðsetningu síðsumarssýningar í Húnavatnssýslum frá því sem áður hafði verið auglýst. Í stað þess að sýningin verði á Hvammstanga verður hún að þessu sinni á Blönduósi dagana 14. til 16. ágúst næstkomandi. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Átaksverkefni í ráðgjöf til framleiðenda nautakjöts - síðasti skráningardagur - 1. ágúst

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er að hrinda af stað átaksverkefni í ráðgjöf til framleiðenda nautakjöts. Meginmarkmið verkefnisins er að efla nautakjötsframleiðslu sem búgrein, bæði rekstrarlega og faglega til að auka framboð og gæði þess kjöts sem framleitt er, þ.e. auka fagmennsku í greininni. Þetta verður gert með því að skoða sérstaklega rekstrarforsendur kjötframleiðslu og benda á leiðir til úrbóta og enn fremur með því að byggja upp þekkingu og bæta ráðgjöf til handa nautakjötsframleiðendum.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Miðfossum

Kynbótasýning fer fram á Miðfossum í Borgarfirði dagana 13. til 16. ágúst næstkomandi. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum

Kynbótasýning fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu í vikunni 19. til 23. ágúst næstkomandi. Ef þátttaka verður mikil gæti hluti sýningarinnar orðið í vikunni 12. til 16. ágúst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Yfirlit miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram fimmtudaginn 25. júlí og hefst stundvíslega kl. 8:30. Röð flokka verður eftirfarandi:
Lesa meira

Röðun hrossa á miðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum 22.-26. júlí

Röðun hrossa á miðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum 22.-26. júlí:
Lesa meira

Miðsumarssýning færð á Gaddstaðaflatir

Að öllum kostum virtum og að höfðu samráði við ýmsa aðila í hópi tamningamanna hefur undirritaður ákveðið að færa fyrirhugaða miðsumarssýningu frá Selfossi að Gaddstaðaflötum við Hellu. Mál standa þannig að brautin á Selfossi virðist þola miður þá úrkomutíð sem staðið hefur svo að segja sumarlangt – og sér hvergi fyrir endann á. Brautin á Hellu er, sem stendur, líklegri til að þola það mikla álag sem fylgir jafn gleðilega stórri og viðamikilli kynbótasýningu.
Lesa meira