Er jarðræktarskýrsluhaldið í Jörð.is skráð?
13.08.2025
|
Þessa dagana eru töðugjöld haldin víða um land eftir gott heyskaparár. Þá er heldur ekki eftir neinu að bíða með að ganga frá skráningum á jarðræktarskýrsluhaldinu í Jörð.is.
Þó svo að uppskeran sé ef til vill ekki öll komin í hús eða plast þá er skynsamlegt að ganga frá skráningum á ræktun, áburðargjöf og a.m.k. fyrsta slætti sem fyrst, þannig að létt verk verði að klára skráningar tímanlega fyrir umsóknarfrest jarðræktarstyrkja og landgreiðslur sem er 1. október.
Lesa meira