Jarðrækt fréttir

Er jarðræktarskýrsluhaldið í Jörð.is skráð?

Þessa dagana eru töðugjöld haldin víða um land eftir gott heyskaparár. Þá er heldur ekki eftir neinu að bíða með að ganga frá skráningum á jarðræktarskýrsluhaldinu í Jörð.is. Þó svo að uppskeran sé ef til vill ekki öll komin í hús eða plast þá er skynsamlegt að ganga frá skráningum á ræktun, áburðargjöf og a.m.k. fyrsta slætti sem fyrst, þannig að létt verk verði að klára skráningar tímanlega fyrir umsóknarfrest jarðræktarstyrkja og landgreiðslur sem er 1. október.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2025 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er víða lítil viðvera á starfsstöðvum RML vegna sumarleyfa starfsfólks. Því getur verið að erindi fái ekki afgreiðslu fyrr en að þeim loknum í byrjun ágúst. Aðalnúmer RML 516-5000 er opið sem hér segir:  Mánudaga – fimmtudaga; kl 9-12 og 13-16. Föstudaga; kl 9-12. Eftir hádegi á föstudögum er lokað.
Lesa meira

Þrír slættir – aukin uppskera

Í ár voraði óvenju snemma með miklum hlýindum víða um land. Spretta hófst því fyrr en venjulega sem getur skapað mögulegt tækifæri til þriggja slátta á túnum í góðri rækt. Hafa þarf samt í huga þegar uppskera er mikil er meira af áburðarefnum fjarlægð úr jarðvegi með uppskerunni, huga þarf því vel að áburðargjöf í þessum aðstæðum og bæta upp það sem er tekið svo við söxum ekki of mikið á næringarforðann í jarðveginum.
Lesa meira

Veðurmælingar og mygluspá fyrir kartöflubændur

Líkt og undanfarin ár þá starfrækir RML þrjár sjálfvirkar veðurstöðvar sem tengdar eru við mygluspárkerfi Euroblight í Danmörku. Stöðvarnar eru staðsettar í Þykkvabæ, Eyjafirði og Hornafirði nærri ræktunarsvæðum kartöflubænda. Með mygluspánni geta bændur fylgst með mygluhættu jafnóðum og þannig beitt markvissari og öruggari vörnum gegn kartöflumyglu.
Lesa meira

Mælaborð í Jörð.is

Í nýjustu útgáfu af Jörð.is er búið að bæta við „mælaborði“ þar sem bændur geta fylgst með stöðu skráninga á sínu búi, bæði með tölulegum upplýsingum og með myndrænni framsetningu á korti. Einnig er komin ný frétta- og tilkynningasíða í mælaborðið þar sem meðal annars koma fram upplýsingar um skiladaga skýrsluhaldsins. Sem dæmi er núna hægt að skoða á korti á hvaða tún búið er að skrá áburðargjafir, kölkun, ræktun og uppskeru. Þá er hægt að sjá á litakvarða hversu langt er síðan túnin voru síðast endurræktuð og upplýsingar um uppsöfnun búfjáráburðar.
Lesa meira

Sáðvörulisti 2025

Nú er kominn sá tími að huga þarf að sáðvörukaupum fyrir vorið. Ráðunautar RML hafa tekið saman framboð fræsala af sáðvöru líkt og undanfarin ár. Ýmis ný og gömul yrki er í boði en við áréttum mikilvægi þess að kynna sér vel hugsanlegan mun á yrkjum einstakra tegunda enda getur verið mikill munur á frammistöðu þeirra þó þau tilheyri sömu tegundinni. 
Lesa meira

Aðstoð við gerð áburðaráætlana 2025

Áburðarkaup eru stór kostnaðarliður í búrekstri og því mikilvægt að vanda sig við þau, kaupa réttu tegundirnar, ekki meira en þarf en samt nóg til að spara sér ekki til skaða. Með því að stilla saman væntingar til magns uppskeru og heygæða er gott að taka tillit til ólíkra eiginleika túna innan búsins, ræktunarsögu þeirra og fyrirhugaðra nota svo hægt sé að ná markvissari nýtingu búfjáráburðar og vali á hentugri tegund tilbúins áburðar.
Lesa meira

Vilt þú vera með í Bændahópi?

RML bauð upp á nýtt form ráðgjafar í byrjun árs 2023 sem byggir á jafningjafræðslu þar sem ráðunautar stýra umræðu og halda utan um efnisrammann. Fyrirmyndin er sótt til Finnlands en þar hafa bændur náð góðum árangri og sumir hópar haldið saman í fjölda mörg ár. Mjög góður árangur hefur náðst til dæmis varðandi aukna og betri uppskeru og bætta nýtingu aðfanga. Erlendis er þetta form ráðgjafar nefnt Discussion groups og aðferðin er aðeins breytilegt milli landa sem skýrist að einhverju leiti af menningarmun og mismiklu utanumhaldi.
Lesa meira

Sóknarfæri og áskoranir vegna framleiðslu graspróteins á Íslandi - Skýrsla

Mikill áhugi hefur verið víða erlendis síðustu ár á framleiðslu próteins úr grasi. Sett hafa verið á fót stór rannsóknarverkefni, meðal annars í Danmörku, sem snúa að ýmsum þáttum próteinvinnslunnar sjálfrar sem og nýtingu þess sem fóðurs fyrir einmaga dýr.
Lesa meira

Hey- og jarðvegssýnataka 2024

Öfgarnar í veðrinu ættu að ekki að hafa farið fram hjá neinum í sumar, en þær hafa valdið áskorunum í gróffóðuröfluninni. Þurrkar voru til vandræða á Austurlandi framan af sumri á meðan var mikil vætutíð á Suður- og Vesturlandi, því voru þar ekki margir gluggar til að ná fyrri slætti í góðum þurrki. Töluvert kaltjón var á túnum á Norður- og Austurlandi og því stærri hluti heyforða nýræktir og/eða grænfóður til að ná viðunandi uppskeru. Allt þetta hefur áhrif á gæði og eðli gróffóðursins sem getur valdið miklum breytileika milli ára.
Lesa meira