Jarðrækt fréttir

Aðstoð við gerð áburðaráætlana 2025

Áburðarkaup eru stór kostnaðarliður í búrekstri og því mikilvægt að vanda sig við þau, kaupa réttu tegundirnar, ekki meira en þarf en samt nóg til að spara sér ekki til skaða. Með því að stilla saman væntingar til magns uppskeru og heygæða er gott að taka tillit til ólíkra eiginleika túna innan búsins, ræktunarsögu þeirra og fyrirhugaðra nota svo hægt sé að ná markvissari nýtingu búfjáráburðar og vali á hentugri tegund tilbúins áburðar.
Lesa meira

Vilt þú vera með í Bændahópi?

RML bauð upp á nýtt form ráðgjafar í byrjun árs 2023 sem byggir á jafningjafræðslu þar sem ráðunautar stýra umræðu og halda utan um efnisrammann. Fyrirmyndin er sótt til Finnlands en þar hafa bændur náð góðum árangri og sumir hópar haldið saman í fjölda mörg ár. Mjög góður árangur hefur náðst til dæmis varðandi aukna og betri uppskeru og bætta nýtingu aðfanga. Erlendis er þetta form ráðgjafar nefnt Discussion groups og aðferðin er aðeins breytilegt milli landa sem skýrist að einhverju leiti af menningarmun og mismiklu utanumhaldi.
Lesa meira

Sóknarfæri og áskoranir vegna framleiðslu graspróteins á Íslandi - Skýrsla

Mikill áhugi hefur verið víða erlendis síðustu ár á framleiðslu próteins úr grasi. Sett hafa verið á fót stór rannsóknarverkefni, meðal annars í Danmörku, sem snúa að ýmsum þáttum próteinvinnslunnar sjálfrar sem og nýtingu þess sem fóðurs fyrir einmaga dýr.
Lesa meira

Hey- og jarðvegssýnataka 2024

Öfgarnar í veðrinu ættu að ekki að hafa farið fram hjá neinum í sumar, en þær hafa valdið áskorunum í gróffóðuröfluninni. Þurrkar voru til vandræða á Austurlandi framan af sumri á meðan var mikil vætutíð á Suður- og Vesturlandi, því voru þar ekki margir gluggar til að ná fyrri slætti í góðum þurrki. Töluvert kaltjón var á túnum á Norður- og Austurlandi og því stærri hluti heyforða nýræktir og/eða grænfóður til að ná viðunandi uppskeru. Allt þetta hefur áhrif á gæði og eðli gróffóðursins sem getur valdið miklum breytileika milli ára.
Lesa meira

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur er 1. október

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 1. október. Þeir sem þurfa aðstoð við skráningar eða túnkortagerð þurfa að hafa samband við RML sem fyrst svo hægt verði að tryggja skil á réttum tíma. Þegar búið er að skrá ræktun, uppskeru og áburðargjafir þessa árs er farið í „Skýrslur“ í Jörð.is og þar valið „Skrá skýrslu“. Ef upp koma athugasemdir þarf að skoða hvort að gleymst hefur að skrá eitthvað. Ef upp koma rauðar athugasemdir verður að lagfæra þær áður en hægt er að skila skýrslu í Jörð. Mikilvægt er að fara neðst á síðuna þegar búið er að velja „skrá skýrslu“ og þar verður að velja „Vista skýrslu í Jörð og senda hana til ráðuneytis“.
Lesa meira

Afurðatjón vegna illviðra í júní

Inni á Bændatorginu er nú búið að opna á skráningarform fyrir afurðatjón sem bændur urðu fyrir í hretinu í byrjun júní sl. Ljóst er að ástæður afurðatjóna geta verið af ýmsum toga, bæði á búfé og ræktunarlöndum. Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá önnur tjón sem falla þar fyrir utan. Þýðingarmikið er að skráningar gefi eins glögga mynd af umfangi tjónsins og mögulegt er.
Lesa meira

Ráðunautur í jarðrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar, fóðrunar og umhverfismála. Starfs- og ábyrgðarsvið: Þátttaka í ráðgjafateymum RML sem sinna jarðræktar-fóðrunar og umhverfismálum, vinna við almennar leiðbeiningar í jarðrækt og á útiræktuðu grænmeti, ráðgjöf í jarðvinnslu, áburðargjöf og val á yrkjum opg þróun, sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML og önnur verkefni s.s. líkanagerð í excel og þróunarverkefni.
Lesa meira

Heimsóknir ráðunauta í kornakra í júní 2024

Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku kemur til landsins mánudaginn 10. júní næstkomandi. Hann mun heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig mun hann skoða kornakra en síðustu ár hefur RML boðið upp á kornskoðun með Benny bændum að kostnaðarlausu. Reynt er að horfa til þess að dreifa staðsetningum milli ára eins og hægt er.
Lesa meira

Fræðslufundur um áburðaráætlanir

Áburðarkaup eru stór kostnaðarliður í búrekstri og því mikilvægt að vanda sig við þau. Val áburðartegunda og magn þess sem borið er á þarf m.a. að taka mið af aldri ræktunar, frjósemi jarðvegs, notkun og innihaldi búfjáráburðar og væntingum um uppskerumagn og efnainnihald hennar. Ýmsir þættir geta haft áhrif á nýtingu næringarefna úr áburði s.s. vatnsbúskapur jarðvegs, sýrustig hans og fleira.
Lesa meira

Jarðrækt – þjónusta og ráðgjöf

Ráðunautar RML leitast við að veita góða þjónustu og ráðgjöf hvort sem um ræðir skráningu gagna í Jörð, önnur störf sem fara fram við skrifborð, eða þau sem fela í sér vatnsþéttan skófatnað og óhreina fingur. Stöðugt er leitað leiða við að bæta viðmót í skýrsluhaldskerfinu Jörð til þess að sem einfaldast sé fyrir notendur að skrá gögn sem nákvæmast inn í kerfið og vinna með þau. Nýlega var ný og skalanleg útgáfa af Jörð tekin í gagnið þannig að notkun í snjallsímum og spjaldtölvum væri auðveldari. Það er von okkar að notendur séu ánægðir með það framtak enda var nokkuð búið að kalla eftir slíkum breytingum.
Lesa meira