Nautgriparækt fréttir

Erfðaorsakir kálfadauða

Nú er í gangi rannsókn þar sem verið er að kanna hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum. Mikilvægur liður í rannsókninni er að fá sýni úr kálfum sem sannanlega fæðast dauðir. Nokkur sýni hafa náðst í vetur en þörf er á fleiri og því er óskað eftir aðstoð bænda. Við biðlum því til ykkar með að taka sýni úr þeim kálfum sem fæðast dauðir og eru undan sæðinganautum. Sýnið er tekið þannig að klipptur er bútur af öðru eyra kálfsins og settur í poka sem merkja þarf með burðardegi og númeri móður. Sýnið er síðan geymt í frysti.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuðina, þegar maí er á enda runninn, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað undir nón þann 11. júní. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 441 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 117 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.139,9 árskúa á búunum 441 var 6.518 kg. eða 6.480 kg. OLM
Lesa meira

Fjöldi arfgreindra nautgripa kominn yfir 30 þús.

Nú um mánaðamótin maí/júní náðist sá áfangi að fjöldi arfgreindra nautgripa fór yfir 30 þúsund, nánar tiltekið í 30.038. Af þessum rúmlega 30 þús. gripum eru 16.320 kýr, 12.042 kvígur og 1.676 naut. Skiptingin miðast við stöðu gripanna eins og hún er skráð í dag eins og sjá má hvað best á því að af rúmlega 16 þús. kúm eru 430 fæddar 2022, þ.e. þær voru arfgreindar sem kvígur eru nú orðnar mjólkurkýr. Stærstur hluti þessara gripa er fæddur 2023 en af gripum fæddum á því ári hafa verið arfgreind 361 naut og 8.645 kvígur.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuðina, þegar apríl er á enda, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbilið þann 13. maí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 447 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.287,1 árskýr á búunum 447 var 6.494 kg. eða 6.515 kg. OLM
Lesa meira

RML leitar að þátttakendum í ómmælingum holdagripa

Ómmælingar á holdagripum eru komnar til Íslands. Í Bandaríkjunum og fjölda landa í Evrópu, þar á meðal Noregi, nota bændur sömu aðferð við ræktun holdagripa. Rannsóknir sýna að tiltölulega hátt arfgengi er á þykkt hryggvöðva og -fitu (
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir marsmánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuðina, nú við lok mars þegar sólin hefur hækkað verulega á lofti, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbil þann 11. apríl. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 450 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 119 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.407,0 árskúa á búunum 450 var 6.470 kg. eða 6.522 kg. OLM
Lesa meira

Minnum á fagfund nautgriparæktarinnar 11. apríl

Fagfundur nautgriparæktarinnar verður fimmtudaginn 11. apríl 2024 á Hvanneyri og hefst kl. 13.00. Allir velkomnir! Fundinum verður einnig streymt. Smelltu á fyrirsögnina til að sjá dagskrána og hlekk á streymið.
Lesa meira

Fagfundur nautgriparæktarinnar 11. apríl 2024 á Hvanneyri

Nú styttist í öflugan viðburð á sviði nautgriparæktarinnar. Fagfundur nautgriparæktarinnar 2024 verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl í Ásgarði (Ársal) í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hefst klukkan 13.00. Fundurinn er haldinn af Fagráði í nautgriparækt í samstarfi við BÍ, RML, Lbhí og NBÍ. Á fundinum verður meðal annars farið yfir rannsóknir á sviði nautgripræktarinnar, innleiðingu á kyngreindu sæði, kynbótastarfið í víðu samhengi og breytingar á námskrá í búvísindum. Fundurinn er opinn öllum og við hlökkum til þess að sjá ykkur sem flest.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar eftir nýliðinn febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar á síðustu 12 mánuðum, nú eftir lok febrúar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fram undir hádegi þann 11. mars. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 437 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.732,6 árskúa á búunum 437 reiknaðist 6.480 kg. eða 6.395 kg. OLM
Lesa meira

Óberon 17046 besta nautið fætt 2017

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2017 og viðurkenningu Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands sem slíkt. Ræktendur Óberons eru Guðrún Helga Þórisdóttir og Jón Vilmundarson og veitti Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, þeim viðurkenninguna á Búgreinaþingi 12. febrúar sl. Óberon 17046 var fæddur 14. október 2017, undan Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl, en móðir hans var Mósaik 1036 frá Skeiðháholti 1 undan Skalla 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga.
Lesa meira