Nýtt Íslandsmet í æviafurðum
12.11.2024
|
Við uppgjör afurðaskýrslna í mánuði hverjum líta ýmsar tölur dagsins ljós. Í október s.l. urðu tíðindi, eða öllu heldur stórtíðindi, að afrekskýrin Bleik 995 á búi Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd sló Íslandsmetið í æviafurðum og hefur nú mjólkað mest allra íslenskra kúa. Hún hefur nú, á sínum 15. vetri, mjólkað samtals 114.731 kg en eldra Íslandsmet Mókollu 230 á Kirkjulæk var 114.635 kg. Við mælingu þann 31. október s.l. var Bleik í 27,1 kg dagsnyt þannig að leiða má líkum að því að metið hafi fallið undir lok mánaðarins eða síðla dags hinn 28. október.
Lesa meira