Loðdýr

Starfsmenn RML sérhæfa sig í öllu sem snýr að fóðrun, hirðingu, skýrsluhaldi, kynbótum og aðbúnaði dýra með það að markmiði að bændur framleiði sem besta vöru til að selja á heimsmarkaði fyrir verð sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi. Við leggjum áherslu á að flytja inn upplýsingar um tækniframfarir og aðrar nýjungar í greininni ásamt því að upplýsa bændur sem best um stöðu íslensku framleiðslunnar í samanburði við samkeppnisþjóðirnar. Til RML má leita hvort sem um er að ræða nýja aðila í greininni, þá sem hafa áhuga á að kynna sér hana eða starfandi bændur sem vilja meiri upplýsingar um hvað eina sem snýr að rekstri þeirra.

Starfsmaður:
Ditte Clausen, Sauðárkróki, sími: 516 5000, netfang: ditte@rml.is