Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í vikunni voru nokkrir Færeyingar í heimsókn hér á landi til að kynna sér sauðfjárrækt og framkvæmd kynbótastarfsins í sauðfjárrækt hér á landi. Nokkrir þeirra fóru og smöluðu Oddstaðaafrétt með Lunddælingum á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn fóru þeir ásamt Eyjólfi Ingva Bjarnasyni, sauðfjárræktarráðunaut að Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit þar sem þeir fylgdust með lambamælingum ásamt því að farið var yfir með þeim hvað er verið að gera með dómum og mælingum á lömbum að hausti á Íslandi.
Á fimmtudeginum fóru þeir í heimsókn á Sauðfjársæðingarstöð Vesturlands og fengu kynningu á starfsemi hennar ásamt því að fá upplýsingar um skýrsluhaldið í sauðfjárrækt og hvaða upplýsingum verið er að safna með skýrsluhaldinu. Einnig fóru þeir á tilraunabúið á Hesti og fræddi Eyjólfur Kristinn Örnólfsson þá um starfsemi LbhÍ á Hesti.
Voru þeir afar ánægðir með heimsóknina til Íslands og munu í framhaldinu setjast niður og ræða hvort möguleiki sé að hagnýta eitthvað af því sem gert er á Íslandi í færeyskri sauðfjárrækt. Þrír þeirra starfa á Búnaðarstovunni í Færeyjum og tveir eru starfandi bændur þar.
Á meðfylgjandi mynd eru Færeyingarnir ásamt Eyjólfi Ingva: F.v. Hans Martin Andreassen, Kvívík, Pól Samuelsen, Haldórsvík, Ari Johanneson, Kvívík, Eyjólfur Bjarnason, RML, Rólvur Djurhuus, Kollafjörður og Júst Rubeksen, Tórshavn.
eib/okg