Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Dagana 17.-19. september tóku ráðunautar RML sem vinna við fóðuráætlanagerð, þátt í vinnufundi í Noregi. Árlega heldur NorFor vinnufund þar sem ráðunautum frá aðildarlöndunum, sem eru Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Ísland, er boðið að taka þátt.
Hluti fundarins fer fram með fyrirlestrum um faglegt efni, nýjungar og breytingar. Hinn helmingur tímans fer í umræður og hagnýta vinnu.
Efni fundarins í ár var fóðurráðgjöf þegar gróffóður skortir, í sem víðustu samhengi, þ.e. ráðgjöf sem felur í sér mat á því hvort magn gróffóðurs sé nægjanlegt á viðkomandi búi og hvort gæði þess fóðurs séu nógu mikil. Skoðað var hvernig hægt er að leysa úr þessum vandamálum á sem hagkvæmastan hátt.
Í ár var kúabóndi í Noregi heimsóttur og fengu ráðunautarnir tækifæri til að spreyta sig á fóðurráðgjöf í hópum þar sem þeir unnu með ráðunautum frá hinum löndunum.
Þeir ráðunautar sem fóru á fundinn fyrir hönd RML voru Berglind Ósk Óðinsdóttir, Hrafnhildur Baldursdóttir, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, Svanhildur Ósk Ketilsdóttir og Þórður Pálsson. Þau eru nú komin aftur heim innblásin af fróðleik og skemmtilegum hugmyndum frá kollegum sínum á Norðurlöndunum.
Bændur eru hvattir til að hafa samband við ráðunauta RML og sækja sér fóðurráðgjöf fyrir komandi vetur.
Á meðfylgjandi mynd má sjá tvo af íslensku ráðunautunum, þær Hrafnhildi Baldursdóttur og Svanhildi Ósk Ketilsdóttur en þessi mynd er tekin af þeim í fjósheimsókninni.
boo/okg