Fréttir

RML á Sunnlenska sveitadeginum

Sunnlenski sveitadagurinn stendur nú yfir á Selfossi en hann hófst kl. 12.00 og stendur fram til kl. 17.00 á athafnasvæði Jötuns véla og Vélaverkstæði Þóris við Austurveg. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er að sjálfsögðu á staðnum með kynningu á starfsemi sinni. Fjöldi fólks er á svæðinu enda margt að sjá og gera.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur á kynbótasýningu í Víðidal 13.-14. maí

Skráningarfrestur á kynbótasýninguna í Víðidal dagana 13. og 14. maí hefur verið framlengdur til miðnættis á sunnudag 5. maí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Opnað var fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þann 15. apríl síðastliðinn.
Lesa meira

Bændur hvattir til að tryggja sér nægan áburð og fræ

María Svanþrúður Jónsdóttir, ráðunautur RML sendi bændum á Norðurlandi bréf nú í morgun fyrir hönd ráðunauta RML, þar sem hún hvetur menn til að láta vita hafir þeir áhyggjur af því að heyforði þeirra nægi ekki framúr eftir þennan langa gjafavetur.
Lesa meira

Kynbótasýning Selfossi - röð hrossa

Sýningin á Selfossi hefst á þriðjudeginum 7. maí kl. 10:15 með mælingum, dómar hefjast kl. 10:30. Þar sem aðeins 13 hross eru skráð ætti dómum að vera lokið um kl. 15:00. Yfirlitssýning verður síðan miðvikudaginn 8. maí og hefst kl. 10:00. Hér fyrir neðan má sjá röðun hrossanna.
Lesa meira

Lífland lækkar verð á kjarnfóðri um 4-5%

Lífland hefur gefið út nýjan verðlista á tilbúnu fóðri sem tekur gildi í dag, 1. maí. Lækkun er á öllum fóðurtegundum frá fyrri verðlista og nemur hún að lágmarki 4%. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%.
Lesa meira

Kynbótasýning á Akureyri 15.-17. maí

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Léttis á Akureyri dagana 15. til 17. maí ef næg þátttaka fæst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. föstudag 3. maí.
Lesa meira

Kynbótasýning í Víðidal í Reykjavík 13.-17. maí

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 13. til 17. maí ef næg þátttaka næst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. föstudag 3. maí.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur á kynbótasýningu á Selfossi 6.-10. maí

Skráningarfrestur á kynbótasýninguna á Selfossi dagana 6. til 10 maí hefur verið framlengdur til mánudagsins 29. apríl. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Opnað var á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þann 15. apríl síðastliðinn. Allar nánari upplýsingar í síma Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins 516-5000 eða á heimasíðunni www.rml.is þar sem t.d. eru leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá hross á sýningu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is.
Lesa meira

Kynbótasýning á Selfossi - síðasti skráningardagur nálgast

Kynbótasýning fer fram á Brávöllum á Selfossi dagana 6. til 10. maí ef næg þátttaka verður. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Opnað var á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þann 15. apríl síðastliðinn. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. föstudagur 26. apríl, þannig nú er um að gera að drífa í að skrá og greiða.
Lesa meira

Bestu nautin í árgangi 2005 verðlaunuð

Á ársfundi Fagráðs í nautgriparækt sem haldinn var að Gauksmýri í Húnaþingi fimmtudaginn 18. apríl s.l. voru afhent verðlaun fyrir besta nautið fætt árið 2005. Að þessu sinni hlutu tvö naut þessa nafnbót og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá því að þessi verðlaun voru fyrst veitt. Þau naut sem nafnbótina hlutu eru Vindill 05028 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og Birtingur 05043 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi.
Lesa meira