Fréttir

Fyrra yfirlit á Gaddstaðaflötum þann 7. júní

Fyrra yfirlit fer fram á Gaddstaðaflötum föstudaginn 7. júní og hefst stundvíslega kl. 8:30. Röð flokka verður eftirfarandi:
Lesa meira

Sex naut úr 2007 árgangi í notkun sem reynd

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær að lokinni kynbótamatskeyrslu sem fram fór í lok maí. Ákveðið var að setja sex naut úr árgangi 2007 í notkun sem reynd naut. Nautin eru úr þeim hluta árgangsins sem kominn er með nægjanlegan fjölda dætra með afurðaupplýsingar, mjaltaathugun og útlitsdóm. Þessi naut eru Sandur 07014 frá Skeiðháholti, Rjómi 07017 frá Heggsstöðum, Dúllari 07024 frá Villingadal, Húni 07041 frá Syðra-Hóli, Toppur 07046 frá Kotlaugum og Lögur 07047 frá Egilsstöðum.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Miðfossum 10.-14. júní

Sýning hefst hvern dag með mælingum kl. 7:50. Dómar hefjast kl. 8:00. Yfirlitssýning mun verða föstudaginn 14. júní og laugardaginn 15. júní og verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Lesa meira

Tilkynning frá Guðlaugi Antonssyni hrossaræktarráðunauti

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Guðlaugi Antonssyni hrossaræktarráðunauti RML: Ágætu hrossaræktendur og aðrir hestamenn. Ekki er þörf á að endurtaka neitt af því sem fram hefur komið í fjölmiðlum varðandi atvik sem varð við dóma kynbótahrossa á Selfossi núna í vikunni. Ég ber ábyrgð á niðurröðun dómara til starfa og endurmenntun þeirra. Allir dómarar sem að dómstörfum koma á Íslandi hafa staðist ströng próf þar um og eru auk þess allir með alþjóðleg réttindi og margir hverjir með áratuga reynslu af dómstörfum.
Lesa meira

Ástand túna á Norður- og Austurlandi víða verulega slæmt

Í dag funduðu forsvarsmenn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Bændasamtaka Íslands og Bjargráðasjóðs með fulltrúum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna afleiðinga ótíðar á Norður- og Austurlandi. Mikið kal er á stórum svæðum í þessum landshlutum og bændur standa frammi fyrir verulegum vanda.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Melgerðismelum 5.-7. júní

Kynbótasýning hrossa fer fram á Melgerðismelum dagana 5.-7. júní. Yfirlitssýning hefst kl. 09:30 föstudaginn 7. júní.
Lesa meira

Frestun yfirlits á Selfossi

Sökum slælegra sýningarskilyrða og dapurlegrar veðurspár hefur verið ákveðið að færa yfirlitssýninguna til sunnudagsins 2. júní. Röð flokka og dagskrá sunnudagsins verður óbreytt frá fyrri áætlun; þ.e. byrjað stundvíslega kl. 8:30 og áætluð lok um kl. 20:00.
Lesa meira

Yfirlit á Sauðárkróki 31. maí

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Sauðárkróki hefst klukkan 09:00 föstudaginn 31. maí með sýningu á 4. vetra hryssum.
Lesa meira

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Stekkhólma 31. maí.

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Stekkhólma 31. maí. Sýningin hefst kl. 10:00 áætluð sýningarlok eru um kl. 12:00.
Lesa meira

Yfirlit á Selfossi 31. maí

Yfirlitssýning kynbótasýningar á Selfossi fer fram föstudaginn 31. maí og hefst stundvíslega kl. 8:30. Röð flokka verður eftirfarandi:
Lesa meira