05.06.2013
Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær að lokinni kynbótamatskeyrslu sem fram fór í lok maí. Ákveðið var að setja sex naut úr árgangi 2007 í notkun sem reynd naut. Nautin eru úr þeim hluta árgangsins sem kominn er með nægjanlegan fjölda dætra með afurðaupplýsingar, mjaltaathugun og útlitsdóm. Þessi naut eru Sandur 07014 frá Skeiðháholti, Rjómi 07017 frá Heggsstöðum, Dúllari 07024 frá Villingadal, Húni 07041 frá Syðra-Hóli, Toppur 07046 frá Kotlaugum og Lögur 07047 frá Egilsstöðum.
Lesa meira