Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Ákveðið hefur verið að frumkvæði Samtaka loðdýrabænda á Íslandi og í samstarfi við RML að fara í aðbúnaðarverkefni með starfandi minkabændum. Markmið verkefnisins er að kanna aðbúnað á minkabúum og starfsvenjur minkabænda ásamt því að fá mat erlendra aðila á stöðunni eins og hún er nú.
Ástæða þess að farið er af stað í þetta verkefni núna er ný lög sem hafa verið sett um aðbúnað og velferð allra dýra á Íslandi ásamt því að í vinnslu er ný aðbúnaðarreglugerð fyrir hverja og eina búgrein. Minkabændur vilja vera á undan og tryggja að aðbúnaður og umgjörð búa sinna sé í lagi og til fyrirmyndar þegar kemur að opinbera eftirlitskerfinu á Íslandi að framfylgja nýjum reglum.
Hverjum og einum bónda var frjálst að taka þátt í verkefninu eða segja sig frá því. Áhugi bænda á þessu verkefni var hins vegar mikill og ákvað næstum hver einasti starfandi bóndi að taka þátt.
Verkefnið í heild er framkvæmt í nokkrum skrefum en á liðnum vikum hafa verið haldnir fundir með bændunum þar sem sagt hefur verið frá stöðu aðbúnaðarmála í Danmörku og hvernig þau hafa þróast á liðnum árum. Í framhaldinu var boðið upp á heimsóknir til bænda þar sem fjölmörg atriði á hverju búi voru tekin út og skráð með skipulögðum hætti. Frá RML vour það ráðunautarnir Einar E. Einarsson og Karvel L. Karvelsson sem heimsóttu búin og með þeim í för voru aðilar frá Aðbúnaðar- og umhverfissviði Kopenhagen Fur, en það er fólk sem er alla daga í sambærilegum heimsóknum í Danmörku með það að markmiði að leiðbeina og hjálpa bændum að hafa hlutina í lagi áður en lögbundnar heimsóknir eiga sér stað. Árangurinn af svona heimsóknum í Danmörku hefur verið mikill en samkvæmt nýútkominni skýrslu danska Matvælaeftirlitsins er aðbúnaður minka í Danmörku betri en búpenings í öðrum greinum enda hefur tilviljunarkenndum heimsóknum eftirlitsins til danskra minkabænda verið fækkað á tveimur árum úr því að heimsækja 50% búanna árlega í að nú eru 5% búanna heimsótt á ári.
Í liðinni viku hafa því minkabú landsins verið heimsótt. Tókust heimsóknirnar vel og er ljóst að bændur kunnu að meta þær enda til þeirra stofnað að þeirra frumkvæði. Í framhaldinu munu þeir sem heimsóttir voru fá skýrslu um eigið bú sem síðan er hægt að nota til ákvarðanatöku og betrunar sé þörf á. Samtök loðdýrabænda og RML munu fá skýrslu um stöðu mála þegar á heildina er litið. Næsta skref þessa verkefnis verður námskeið og fundir með bændum þar sem áfram verður unnið með þeim að því að gera góða búgrein ennþá betri en mikilvægt er í verkefni sem þessu að allir séu að túlka gildandi reglur með sambærilegum hætti.
Á meðfylgjandi mynd eru Einar E. Einarsson frá RML, Anne Mette G Graumann og Martin S. Berthelsen frá Kopenhagen Fur.
eee/okg