Fréttir

Viðbrögð við kali

Síðustu daga hefur RML haldið nokkra fundi í samstarfi við búnaðarfélög og búnaðarsambönd á norður og austurlandi þar sem umfjöllunarefnið hefur verið viðbrögð við yfirvofandi kali í vor. Fundirnir fóru fram á Möðruvöllum í Hörgárdal, Hótel Héraði á Egilsstöðum, Félagsheimilinu Sólvangi á Tjörnesi og Höfðaborg á Hofsósi. Almennt hafa bændur miklar áhyggjur af yfirvofandi kali og tilgangur fundanna var að búa bændur undir jarðvinnslu og ræktun í kjölfar kals.
Lesa meira

Samantekt yfir sáðvöru 2013

Ráðunautar RML hafa nú sett saman tvo lista yfir sáðvöru sem er á markaði þetta árið. Annarsvegar er það listi sem sýnir þá stofna og yrki af túngrasfræi, grænfóðri og korni sem eru nú til sölu og hinsvegar listi yfir grasfræblöndurnar. Í listunum koma fram upplýsingar um stofna og yrki ásamt upplýsingum um hvernig þau hafa reynst í prófunum. Þá eru þarna upplýsingar um sáðmagn og loks verð samkvæmt listum fræsalanna.
Lesa meira

Byggðir Eyjafjarðar 2010

Út er komin bókin Byggðir Eyjafjarðar 2010 sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar gefur út í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins sem fagnað var í fyrra. Í bókinni er umfjöllun um allar byggðar jarðir, stök hús og gömul býli á starfssvæði BSE við Eyjafjörð, þ.e. í sveitarfélögunum Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyri og Eyjafjarðarsveit. Búnaðarsamband Eyjafjarðar gaf á sínum tíma út hliðstæðar bækur sem miðuðust annars vegar við árslok 1970 og hins vegar árslok 1990. Í síðarnefndu útgáfunni er að finna ábúendatal bújarðanna aftur til ársins 1900.
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is

Mikil og góð þátttaka var á námskeiðum í jarðræktarforitinu Jörð.is sem Landbúnaðarháskóli Íslands og Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins stóðu að. Haldin voru 10 námskeið í febrúar og mars s.l. víðs vegar um landið, frá Hvolsvelli, vestur um og norður til Akureyrar. Kennari var Sigurður Jarlsson, jarðræktarráðunautur hjá RML.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Í dag 15. apríl var opnað fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þannig að nú ættu menn ekki að þurfa að vera á síðustu stundu að skrá. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hnappur hér til hægri á síðunni þar sem hægt er að komast beint inn á skráningarsíðuna.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í mars 2013

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í mars 2013 hafa nú verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar voru teknar saman var búið að skila skýrslum frá 94% þeirra 585 búa sem skráð voru í skýrsluhaldið í mars. Árskýrnar voru 21.285,4 og mjólkuðu 5.645 kg að meðaltali síðustu 12 mánuði. Það er hækkun um 8 kg frá næsta tólf mánaða tímabili á undan. Meðalbúið taldi 38,8 árskýr.
Lesa meira

Jarðræktarstyrkir fara hækkandi

Í búnaðarlagasamningi þeim sem undirritaður var síðastliðið haust er kveðið á um aukin framlög til jarðræktar. Á síðasta ári voru styrkir vegna ræktunar þannig að fyrir fyrstu 20 ha fengust 13.350 kr en 8.900 kr fyrir næstu 20 ha, en engin framlög voru greidd fyrir ræktun umfram 40 ha. Sú breyting sem núna verður vegna þessara auknu framlaga gerir það að verkum að bændur geta átt von á 17.000 kr fyrir fyrstu 30 ha og 12.000 fyrir næstu 30 ha.
Lesa meira

SS lækkar verð á kjarnfóðri um allt að 5%

Sláturfélag Suðurlands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að félagið lækki verð á kjarnfóðri um allt að 5% frá og með deginum í dag, 9. apríl 2013.
Lesa meira

Grábotni 06-833 og Máni 09-849 hlutu verðlaun sæðingastöðvanna

Við lok aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda voru tveir kostahrútar sæmdir nafnbótinni „mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna árið 2013“ og „besti lambafaðir sæðingastöðvanna á starfsárinu 2011-2012“. Sá hrútur sem hlýtur þann heiður að vera valinn mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna árið 2013 er Grábotni 06-833 frá Vogum 2 í Mývatnssveit og er ræktandi hans Gunnar Rúnar Pétursson. Í umsögn ráðunauta segir um Grátbona: „Faðir Grábotna er Grímur 01-928 frá Staðarbakka en móðir hans heitir Grábotna og er hún í langfeðratali komin út af Hestshrútunum Áli 00-868 og Krák 87-920. Grábotni var seldur lambshaustið frá Vogum að Geiteyjarströnd í Mývatssveit. Þar vakti hann strax athygli sem magnaður lambafaðir. Eftir tveggja ára notkun höfðu afkvæmi Grábotna skilað honum einu besta BLUP-kynbótamati allra hrúta í landinu fyrir kjötgæðaeiginleika. Í framhaldi af þessum lofandi árangri var Grábotni falaður inn á sæðingastöðvarnar árið 2009.
Lesa meira

Erlendu lánin hagstæðari þegar upp er staðið

Þeir bændur sem tóku lán í erlendri mynt fyrir hrun standa betur í dag heldur en þeir sem tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum á sama tíma. Þetta segir Ólafur Þór Þórarinsson, ráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Búnaðarsambandi Suðurlands, í samtali við Morgunblaðið í dag. Þegar erlendu lánin hækkuðu gríðarmikið eftir hrun gátu bændur líkt og aðrir sem eru í rekstri gjaldfært hækkunina, eða gengismuninn. Hjá þeim betur stæðu komu gjöldin á móti hagnaði og hjá þeim verr stæðu voru búin rekin með tapi. Þessir bændur borguðu því minni eða engan tekjuskatt á þessum tíma. Þegar erlendu lánin voru síðan leiðrétt var leiðréttingin færð sem tekjur. Það veldur því að nú verða bændur sem eru réttu megin við strikið í rekstri sínum að borga tekjuskatt af leiðréttingunni.
Lesa meira