Um gæðastýringuna í mjólkurframleiðslunni

Um síðustu áramót var reglum um greiðslur gæðastýringarálags breytt þannig að nú þarf að skila sýnum úr mjólk kúnna hið minnsta tvisvar á hverjum ársfjórðungi til Rannsóknarstofu SAM ef ætlunin er að halda eða öðlast rétt til að fá greitt gæðastýringarálag.

Reglurnar eru óbreyttar hvað snertir skil mjólkurskýrslnanna. Til að halda eða ná rétti til að fá álagið þarf að vera búið að skila skýrslunum fyrir miðnætti hins 10. dags næsta mánaðar eftir mælingarmánuð.

Ef ekki er enn búið að senda sýni tvívegis á þriðja fjórðungi þessa árs er ekki seinna vænna að huga að því núna.

 

/sk