Lífland lækkar verð á kjarnfóðri um allt að 5%

Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri frá og með 1. október að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%. Ástæða verðbreytinganna er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar vegna góðrar uppskeru í Evrópu samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Nýr verðlisti hefur verið birtur á heimasíðu fyrirtækisins.