Fréttir

Meira en 5000 hektarar skemmdir vegna kals

Eins og áður hefur komið fram er kaltjón á Norður- og Austurlandi verulegt. Ráðunautar RML hafa nú heimsótt flesta þá bændur sem þess hafa óskað og veitt þeim viðeigandi ráðgjöf. Í þessum ferðum hafa mjög margir bændur verið heimsóttir og því hafa ráðunautar RML ágæta yfirsýn yfir stöðuna eftir sveitum.
Lesa meira

Skráningarblöð í dráttarvélina

Eins og flestir bændur þekkja vel er afar mikilvægt að halda vel utan um alla meðferð túna. Skráning á áburðargjöf og uppskeru er þar einkum mikilvæg. Með tilkomu skýrsluhaldsforritsins Jörð.is hefur bændum verið auðveldað þetta utanumhald til muna. Þó er það þannig að ef skráning í Jörð.is er ekki gerð jafnóðum, verður að halda utan um skráninguna á pappír.
Lesa meira

Seinna yfirlit á Gaddstaðaflötum

Seinni yfirlitssýning héraðssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 14. júní og hefst stundvíslega kl. 8:30. Röð flokka verður eftirfarandi:
Lesa meira

Kynbótasýning á Miðfossum, tilhögun næstu daga.

Fimmtudagur 13. júní, dómar á ca. 40 hrossum. Föstudagur 14. júní. Yfirlitssýning hefst kl. 8:30 og verður röð flokka eftirfarandi með einhverjum frávikum.
Lesa meira

Kynningarferð hlunnindaráðunautar RML um Vestfirði

Sigríður Ólafsdóttir er nýráðinn hlunnindaráðunautur RML. Dagana 3.-7. júní síðastliðinn fór hún í kynningarferð um Vestfirði í fylgd Sigurðar Jarlssonar ráðunauts. Þau heimsóttu fjölda æðarbænda á svæðinu og kynntu sér starfsemi þeirra. Ferðin var vel heppnuð að mati Sigríðar og Sigurðar og hefur Sigríður nú tekið saman ferðasögu þar sem hægt er að lesa um hvað á daga þeirra dreif.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í maí 2013

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í maí hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þær eru reiknaðar út frá þeim skýrslum sem búið var að skila á miðnætti þ. 10. júní. Þá hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 93% þeirra 582 búa sem skráð eru í skýrsluhaldinu. Síðustu 12 mánuði mjólkuðu 21.155,1 árskýr 5.655 kg að meðaltali og hækkaði útreiknuð meðalnyt um 18 kg frá fyrra mánuði. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem skýrslum hafði verið skilað frá var 39,0 en var 39,3 við síðasta yfirlit. Stærstu búin eru í Eyjafirði með 47,2 árskýr en flestar árskýr eru í Árnessýslu, 4.273,1. Mestar reiknaðar afurðir eftir árskú síðustu 12 mánuði voru í Austur-Skaftafellssýslu 6.071 kg.
Lesa meira

Heimsókn Norsk Landbruksrådgiving SörÖst á starfsstöð RML á Hvanneyri

Síðastliðinn föstudag, þann 7. júní fengu starfsmenn RML á Hvanneyri heimsókn frá Norsk Landbruksrådgiving SörÖst en það er norskt ráðgjafarfyritæki í landbúnaði. Það var Ragnar F. Sigurðsson sem fylgdi hópnum, en hann starfaði um tímabil hjá fyrirtækinu í Ási í Noregi. Þessi ráðgjafarmiðstöð leggur helst áherslu á ráðgjöf varðandi grænmetisrækt og ráðgjöf vegna landbúnaðarbygginga.
Lesa meira

Kúabændur - munum eftir sýnunum úr nyt kúnna !

Um síðustu áramót var reglum um greiðslur gæðastýringarálags breytt þannig að nú þarf að skila sýnum úr mjólk kúnna hið minnsta tvisvar á hverjum ársfjórðungi ef ætlunin er að halda eða öðlast rétt til að fá greitt gæðastýringarálag.
Lesa meira

Yfirlit á Melgerðismelum 7. júní

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Melgerðismelum föstudaginn 7. júní 2013 og hefst kl 09:30.
Lesa meira

Yfirlit á Gaddstaðaflötum 7. júní

Fyrra yfirlit fer fram á Gaddstaðaflötum föstudaginn 7. júní og hefst stundvíslega kl. 8:30.
Lesa meira