Fréttir

Skráningarfrestur framlengdur á kynbótasýningu í Hafnarfirði 21.-24. maí

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 21. til 24. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhaldsins 2012

Uppgjör á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2012 lauk fyrir nokkru síðan. Afurðir á landsvísu hafa aldrei verið meiri í sögu skýrsluhaldsins sem spannar nú orðið nokkra áratugi. Afurðir eftir allar fullorðnar ær voru 27,3 kg á síðasta ári. Þær voru 26,5 kg árið 2011 og fara þarf aftur til ársins 2000 til að finna sambærilegar afurðir.
Lesa meira

Þjónusta við notendur dkBúbótar efld

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Tölvudeild Bændasamtakanna (BÍ) hafa gert með sér samkomulag um notendaþjónustu vegna dkBúbótar. Jóhanna Lind Elíasdóttir, ábyrgðarmaður rekstrar hjá RML, og Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri Tölvudeildar BÍ, handsöluðu samkomulagið fyrir skömmu. Samkomulagið felur í sér að notendur dkBúbótar geta hringt í þjónustunúmerið 563-0368 á virkum dögum ef þá vantar aðstoð vegna forritsins. Sett hefur verið saman teymi, skipað starfsfólki tölvudeildar BÍ og RML, sem sinnir notendaþjónustu sem er innifalin í árgjaldi að dkBúbót.
Lesa meira

Héraðssýning kynbótahrossa á Sauðárkróki 27.-31. maí

Héraðssýning kynbótahrossa fer fram á Sauðárkróki dagana 27. maí til 31. maí. Byggingadómar fara fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum en hæfileikadómar á vellinum Fluguskeiði austan við reiðhöllina.
Lesa meira

Héraðssýning kynbótahrossa á Hvammstanga 21.-24. maí

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Þyts á Hvammstanga dagana 21. til 24. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Bústólpi lækkar verð á kjarnfóðri

Á vef Bústólpa, www.bustolpi.is kemur fram að fyrirtækið hafi lækkað verð á kjarnfóðri um allt að 5%. Lækkunin tók gildi þann 6. maí. Ástæða lækkunarinnar er sögð hagstæð þróun gengis og lækkun á hráefnum.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Víðidal 13.-14. maí

Sýningin í Víðidal í Reykjavík hefst mánudaginn 13. maí kl. 07:50 með mælingum, dómar hefjast kl. 08:00. Yfirlitssýning verður síðan þriðjudaginn 14. maí og hefst kl. 09:30.
Lesa meira

Kynbótasýning Sörlastöðum í Hafnarfirði 21.-24. maí

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 21. til 24. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Fóðurblandan lækkar kjarnfóðurverð

Fóðurblandan hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að tilbúið fóður lækki um allt að 5% frá og með deginum í dag, 6. maí 2013. Lækkunin er mismikil eftir tegundum. Ástæðan er að sögn fyrirtækisins styrking íslensku krónunnar og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar erlendis.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur á kynbótasýningu á Akureyri 16.-17. maí

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Léttis á Akureyri dagana 16. og 17. maí næstkomandi ef næg þátttaka fæst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira