Upplýsingar um fyrstu naut úr árgangi 2012

Pipar 12007
Pipar 12007

Nú eru komnar upplýsingar um fyrstu naut úr árgangi 2012 á vef nautaskráarinnar, www.nautaskra.net. Um er að ræða 16 naut á númerabilinu 12001 til og með 12040. Þetta eru synir Ófeigs 02016, Aðals 02039, Áss 02048, Gyllis 03007, Hegra 03014, Mána 03025, Tópasar 03027, Stássa 04024, Stíls 04041 og Ára 04043.
Sæði úr þessum nautum er ekki komið til dreifingar en dreifing hefst á næstu vikum. Dreifingu sæðis úr árgangi 2011 er að ljúka en þó verður að segjast eins og er að sunnlenskir kúabændur þurfa heldur að herða sig við notkun þess.
Prentuð spjöld með sambærilegum upplýsingum eru á leið í dreifingu til kúabænda um land allt og eins er að venju hægt að hlaða niður pdf-skjali til skoðunar og útprentunar á nautaskra.net.

Frétt af nautaskra.net

/gj