Dagatal ómskoðunar 2013

Skipulagning lambadóma stendur nú yfir og törnin byrjar af fullum þunga eftir helgina.
Dagatal ómskoðunar er nú komið á heimasíðuna.
Um er að ræða upplýsingar um pantanir og þegar skipulagðar skoðanir á Vesturlandi, Reykjanesi, Kjalarnesi og í Kjós og á sunnanverðum Vestfjörðum í einu skjali og í Húnavatnssýslum og á Ströndum í öðru. Þá er komið inn skjal fyrir Skagafjörð og Eyjafjarðarsvæðið í einu skjali fyrir vikur 37-39 í september. Við munum svo bæta við upplýsingum um aðra landshluta um leið og tækifæri gefst til.
Skjölin eru undir flipanum Panta sauðfjárdóma sem finna má hægra megin á forsíðu heimasíðunnar.
Með þessu geta sauðfjárbændur glöggvað sig á því hvar er helst laus tími í ómskoðun og hvar mælingamenn eru á ferðinni hvern dag.
Bændum NV hluta landsins er bent á að í 39. viku, dagarnir 23. -27. september, eru mjög ásetnir og ekki hægt að bæta þar við stórum hjörðum. 
Minnum ykkur einnig á pantanaformið hér á heimasíðunni fyrir þá sem eiga eftir að panta skoðun.
Starfsmenn RML aðstoða bændur einnig við að fylla út pantanformið sé þess óskað.

hh