Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Auðhumla tilkynnti rétt í þessu um þá ákvörðun mjólkuriðnaðarins að kaupa fullu afurðastöðvaverði til sölu á innanlandsmarkaði 3 milljónir lítra mjólkur umfram greiðslumark út þetta verðlagsár en því lýkur um áramót. Tilkynning Auðhumlu fer hér á eftir:
"Undanfarin misseri hefur sala mjólkurafurða gengið vel, einkanlega á fitumeiri afurðum. Til dæmis hefur smjörsala aukist um 13% frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir áframhaldandi söluaukningu á næstu vikum. Á sama tíma og salan hefur aukist hefur heildarframleiðslan dregist aðeins saman.
Fyrirtæki í mjólkurvinnslu vilja nú kaupa fullu afurðastöðvaverði til sölu á innanlandsmarkaði 3 milljónir lítra mjólkur umfram greiðslumark út verðlagsárið sem lýkur um áramót.
Á þessu tímabili verður metið hvort enn verður aukið við. Allir greiðslumarkshafar geta framleitt upp í þetta viðbótarmagn í hlutfalli við greiðslumark sitt. Takist einhverjum ekki að nýta þennan viðbótarrétt verður því sem útaf stendur útjafnað með sama hætti og greiðslumarki. Með þetta er því farið rétt eins og greiðslumarkið sjálft hefði verið aukið um þessar 3 milljónir lítra.
Framleiðendur geta gripið til nokkurra ráða til að auka framleiðslu með svo skömmum fyrirvara.
Vanda og auka fóðrun
Seinka slátrun mjólkurkúa eftir því sem mögulegt er
Nýta ráðgjafaþjónustu til að skipuleggja framleiðslu
Í ljósi aukinnar eftirspurnar er fyrirsjáanlegt að mjólkuriðnaðurinn mun gera tillögur um að minnsta kosti 2,5 - 3 milljóna lítra aukið greiðslumark á næsta ári.
Það skiptir bændur miklu að geta ætíð að fullu mætt þörfum innanlandsmarkaðar. Alla jafna tekst afar vel að spá fyrir um innanlandssöluna og stýra birgðum með útflutningi og mæta þannig innanlandseftirspurn. Árstíðasveifla í framleiðslu gerir það verk reyndar flóknara en ella, en á haustin kemur um fimmtungi minna inn af mjólk á því fjögurra vikna tímabili þegar framleiðslan er minnst en á því fjögurra vikna tímabili á vorin þegar hún er mest. Undanfarin þrjú ár hefur framleiðslumynstrið eftir árstíðum einnig verið nokkuð breytilegt milli ára.
Aukin sala mjólkurafurða, sem hefur skapað þessa stöðu nú, er vitaskuld góðar fréttir fyrir bændur á Íslandi. Staða mjólkurafurða á markaði hefur styrkst í samanburði við aðrar matvörur og framleiðendur njóta í senn aukins áhuga almennings á hollum og góðum mat og þess vaxtar sem er í atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustuna. Bændur eiga þess vegna tækifæri nú til að auka enn hlutdeild sína og sölu."
/gj