Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágústmánuði hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Við uppgjörið hafði verið skilað skýrslum frá 93% af þeim 583 búum sem eru skráð í skýrsluhaldið. Reiknuð meðalnyt 20.984,9 árskúa var 5.632 kg sem er 17 kg lækkun frá síðasta uppgjöri. Meðalfjöldi árskúa á búum þeim sem skýrslum hafði verið skilað frá var 38,9.
Hæsta meðalnytin á tímabilinu var á búi Eggerts Pálssonar á Kirkjulæk í Fljótshlíð, 7.705 kg eftir árskú og er það sama búið og mest meðalnyt var á við uppgjör síðustu tveggja mánaða. Næsta bú í röðinni var bú Helga Bjarna Steinssonar á Syðri-Bægisá í Öxnadal en þar var meðalnytin 7.702 kg á árskúna og er það einnig sama búið og var annað í röðinni eftir síðasta mánuð. Þriðja búið á listanum var Félagsbúið í Ytri-Skógum undir Austur-Eyjafjöllum en þar var reiknuð meðalnyt 7.497 kg eftir árskú. Fjórða búið í röðinni að þessu sinni var Jóns og Hrefnu á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði með reiknaða meðalnyt 7.460 kg eftir árskú. Fimmta búið nú var bú Guðmundar og Svanborgar í Miðdal í Kjós en þar reiknaðist nytin 7.449 kg á árskú. Bú Jóns og Hrefnu var í 5. sæti við síðasta uppgjör og bú Svanborgar og Guðmundar nr. 4 á listanum þegar uppgjör var síðast birt. Á 21 búi var reiknuð meðalnyt á síðustu 12 mánuðum hærri en 7.000 kg eftir árskú en á 23 búum við uppgjörið eftir júlí.
Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var Drottning nr. 324 í Geirshlíð í Flókadal í Borgarfirði (f. Fontur 98027) og mjólkaði hún 12.396 kg á tímabilinu. Önnur í röðinni var Urður nr. 1229 á Hvanneyri í Andakíl í Borgarfirði (f. Laski 00010) og mjólkaði hún 11.506 kg sl. 12 mánuði. Sú þriðja í röðinni var kýr nr. 528 í Stóru-Hildisey 2 í Austur-Landeyjum (f. Baugur 05026) en nyt hennar var 11.375 kg. Fjórða var síðan Setta nr. 508 á Brúsastöðum í Vatnsdal (f. Þrasi 98052). Hún mjólkaði 11.160 kg á síðustu 12 mán. Alls náðu 6 kýr að mjólka yfir 11.000 kg á umræddu tímabili, tveimur fleiri en við seinasta uppgjör. Af þessum 6 náði ein að mjólka yfir 12.000 kg á tímabilinu.
Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni
/sk