Fréttir

Upplýsingar um tvö ný ungnaut

Nú eru komnar inn upplýsingar um tvö ný ungnaut úr 2011 árgangi nauta á vef nautaskráarinnar (www.nautaskra.net). Þetta eru nautin Bryti 11070 frá Akurey 2 í V-Landeyjum undan Gylli 03007 og Búbót 580 Stígsdóttur 97010 og Kjarni 11079 frá Seljatungu í Flóa undan Ófeigi 02016 og Seríu 313 Laskadóttur 00010. Bryti er sammæðra Skjá 10090.
Lesa meira

Niðurstöður afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt 2012

Haustið 2012 voru unnar afkvæmarannsóknir á samtals 162 búum um allt land og komu þar til dóms rúmlega 1.700 afkvæmahópar. Allar helstu tölulegar niðurstöður ásamt umfjöllun um niðurstöður hverrar rannsóknar - og yfirlit um þá afkvæmahópa sem fram úr sköruðu - er nú að finna á vefnum.
Lesa meira

Námskeið um hagkvæmni í nautakjötsframleiðslu

Síðastliðinn fimmtudag var haldið á Stóra-Ármóti námskeið um hvernig mætti standa á sem hagkvæmastan hátt að nautakjötsframleiðslu hér á landi. Kennari var Þóroddur Sveinsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands, en hann hefur meðal annars staðið fyrir rannsóknum á nautaeldi á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Lesa meira

Tilboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk

Minnt er á næsta tilboðsmarkað með greiðslumark í mjólk sem fer fram 1. apríl n.k. Tilboðum skal skila til Matvælastofnunar í síðasta lagi þann 25. mars n.k., þ.e. á mánudaginn.
Lesa meira

Starfsmenn RML funda á Selfossi

Fimmtudaginn 21. og föstudaginn 22. febrúar funduðu starfsmenn RML á Selfossi. Þetta var fyrsti fundurinn sem haldinn er á vegum RML þar sem allir starfsmenn fyrirtækisins hittast. Markmið fundarins var að stórum hluta að leiða alla starfsmenn saman, hittast sem ein heild.
Lesa meira

SAM hefur opnað nýjan vef

Við vekjum athygli á því að þann 1. mars s.l. opnuðu Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) nýja og endurbætta vefsíðu. Á síðunni má finna margs konar fróðleik um íslenskan mjólkuriðnað, sem og aðrar áhugaverðar upplýsingar um mjólk og mjólkurvörur. Gamli vefur SAM hafði ekki verið uppfærður í nokkur ár og því er fengur að því að SAM opni nýjan vef með upplýsingum um íslenskan mjólkuriðnað.
Lesa meira

Sláturhúsið á Hellu hækkar verð á nautgripakjöti

Sláturhúsið á Hellu hefur tilkynnt um hækkun á verði nautgripakjöts til bænda frá og með 11. mars s.l. Ungnautakjöt hækkar um 5–20 kr/kg og K I U A, B og C um 5–15 kr/kg. Kjöt af öðrum kúm, kálfum og þjónustuliðir hækka ekki samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.
Lesa meira

Líkur á að smitandi barkabólga hafi verið upprætt

Öllum gripum sem reyndust hafa fengið smitandi barkabólgu (IBR) á Egilsstaðabúinu hefur verið slátrað. Í kjölfar þess voru tekin blóðsýni úr 178 nautgripum á búinu, eldri en 6 mánaða. Ekki fundust mótefni gegn sýkingunni í þeim gripum. Næst verða tekin blóðsýni eftir 5 mánuði á Egilsstöðum og Fljótsbakka en þangað fór ein smituð kýr frá Egilsstöðum. Ef ekki mælast mótefni gegn smitandi barkabólgu í sýnum má gera ráð fyrir að sýkingunni hafi verið útrýmt úr íslenska nautgripastofninum. Þangað til sú niðurstaða liggur fyrir eru þó hömlur á flutningi á dýrum frá þessum búum.
Lesa meira

Heyútflutningur hefur nærri sexfaldast á sjö árum

Útflutningur á heyi nam á síðasta ári tæpum 1.708 tonnum sem er 364 tonnum eða 27% meira en árið 2011. Til samanburðar nam útflutningur á heyi um 306 tonnum árið 2006 og hefur heyútflutningur því tæplega sexfaldast á sjö árum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Í fyrra fóru 95% af útfluttu heyi til Færeyja eða 1.623 tonn, 59 tonn voru flutt til Hollands, 12 tonn til Frakklands og 14 tonn til Belgíu. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun voru 103 tonn flutt til Danmerkur, en engar upplýsingar um það fundust hjá Hagstofunni. Líklegasta skýringin er talin vera sú að heyið hafi farið í gegnum Færeyjar til Danmerkur og komi því fram í gögnum um útflutt hey þangað.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar komnar á vefinn

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar fyrir febrúar miðast við lok mánaðarins og upplýsingarnar voru sóttar í skýrsluhaldskerfið Huppu eins og staðan var á miðnætti þ. 10 mars. Þá höfðu 95% hinna 585 skýrsluhaldara skilað mjólkurskýrslum. Helstu niðurstöðurnar eru þær að 21.465,5 árskýr mjólkuðu 5.637 kg á síðustu 12 mánuðum og eru það nánast sömu afurðir og við síðasta uppgjör en þá reiknuðust afurðirnar 5.634 kg. Mesta meðalnyt árskúa reiknaðist á búi Guðmundar og Svanborgar í Miðdal í Kjós, sama búinu og undanfarna mánuði. Þar var meðalnyt árskúnna 7.939 kg.
Lesa meira