09.05.2013
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Tölvudeild Bændasamtakanna (BÍ) hafa gert með sér samkomulag um notendaþjónustu vegna dkBúbótar. Jóhanna Lind Elíasdóttir, ábyrgðarmaður rekstrar hjá RML, og Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri Tölvudeildar BÍ, handsöluðu samkomulagið fyrir skömmu. Samkomulagið felur í sér að notendur dkBúbótar geta hringt í þjónustunúmerið 563-0368 á virkum dögum ef þá vantar aðstoð vegna forritsins. Sett hefur verið saman teymi, skipað starfsfólki tölvudeildar BÍ og RML, sem sinnir notendaþjónustu sem er innifalin í árgjaldi að dkBúbót.
Lesa meira