Nýtt merki RML

PORT hönnun hefur hannað nýtt merki fyrir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML). Upphaflega lagði fyrirtækið til tvær tillögur en fyrir valinu varð merkið sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Við erum ákaflega ánægð með þetta fallega og framúrstefnulega merki sem var endanlega valið í skoðanakönnun á meðal starfsmanna RML.

Hugmyndin að merkinu byggist á þremur formum og fjórum litum. Samkvæmt lýsingu frá PORT hönnun tákna hringformin þrjú meginsvið starfsemi Ráðgjafarmiðstöðvarinnar: Búfjárrækt, nytjaplöntur og rekstur og nýsköpun.

Gert er ráð fyrir að í „styttri útgáfu“ merkisins sé aðeins notuð skammstöfunin RML með merkinu og í þeirri lengri standi allt heitið ásamt merkinu og skammstöfuninni.

Form merkisins eru lífræn í lögun og má sjá dropalöguð form sem tákn um vatn, anga sem vaxa og teygja sig upp á við, stofn og greinar sem vaxa hlið við hlið af sama meiði en í ólíkar áttir. Litirnir tákna vatn, sólarljós, grænan vöxt og jarðveg.

klk/okg