Sæðingastöðvahrútar 2013-2014

Garri 11-908
Garri 11-908

Vali sæðingastöðvahrúta fyrir veturinn 2013-2014 er nú lokið. Afkvæmarannsóknir voru gerðar á nokkrum stöðum núna í haust og á grunni þeirra bættust við 9 hrútar, 3 kollóttir og 6 hyrndir. Alls verða því 20 nýir hrútar í boði á sæðingastöðvunum næsta vetur. Frekari umfjöllun um nýja hrúta verður í hrútaskrá næsta árs sem mun koma út um miðjan nóvember.

Upplýsingar um afkvæmarannsóknir haustsins má finna hér á heimasíðunni með því að smella hér.

Jafnframt hefur skipting hrútanna milli sæðingastöðvanna næsta vetur verið ákveðin og er hún þessi.

Á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands verða eftirtaldir hrútar í boði næsta vetur:
Hyrndir hrútar:
Kvistur 07-866 frá Klifmýri, Skarðsströnd
Snær 07-867 frá Ingjaldsstöðum, Þingeyjarsveit
Kjarkur 08-840 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum
Tenór 08-873 frá Geirmundarstöðum, Skarðsströnd
Bósi 08-901 frá Þóroddsstöðum, Hrútafirði
Gaur 09-879 frá Bergsstöðum, Vatnsnesi
Rafall 09-881 frá Úthlíð, Skaftártungu
Soffi 10-885 frá Garði, Þistilfirði
Hængur 10-903 frá Geirmundarstöðum, Skarðsströnd
Myrkvi 10-905 frá Brúnastöðum, Fljótum
Váli 10-907 frá Gunnarsstöðum, Þistilfirði
Drífandi 11-895 frá Hesti, Borgarfirði
Prúður 11-896 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum
Bekri 12-911 frá Hesti, Borgarfirði
Skratti 12-913 frá Hesti, Borgarfirði
Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum
Kollóttir hrútar:
Steri 07-855 frá Árbæ, Reykhólasveit
Höttur 09-887 frá Húsavík, Steingrímsfirði
Strengur 09-891 frá Árbæ, Reykhólasveit
Dolli 09-892 frá Heydalsá, Steingrímsfirði
Fjalli 11-898 frá Ásgarði, Landbroti
Robbi 11-900 frá Heydalsá, Steingrímsfirði
Aðrir hrútar:
Golsi 09-916 frá Gróustöðum, Gilsfirði (forystuhrútur)
Gráfeldur 08-894 frá Bakkakoti, Meðallandi (feldfjárhrútur)
Höfði 11-909 frá Mörtungu, Síðu (ferhyrndur hrútur)

Á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands verða eftirtaldir hrútar í boði næsta vetur:
Hyrndir hrútar:
Guffi 08-869 frá Garði, Þistilfirði
Þróttur 08-871 frá Fremri-Hlíð, Vopnafirði
Ás 09-877 frá Skriðu, Hörgárdal
Gumi 09-880 frá Borgarfelli, Skaftártungu
Guðni 09-902 frá Mýrum 2, Hrútafirði
Snævar 10-875 frá Hesti, Borgarfirði
Stakkur 10-883 frá Kirkjubóli, Dýrafirði
Grámann 10-884 frá Bergsstöðum, Vatnsnesi
Kári 10-904 frá Ásgarði, Hvammssveit
Salamon 10-906 frá Hömrum, Grundarfirði
Garri 11-908 frá Stóra-Vatnshorni, Haukadal
Þorsti 11-910 frá Múlakoti, Lundarreykjardal
Bursti 12-912 frá Hesti, Borgarfirði
Vetur 12-914 frá Hesti, Borgarfirði
Kollóttir hrútar:
Brjánn 08-856 frá Melum 1, Árneshreppi
Sigurfari 09-860 frá Smáhömrum, Steingrímsfirði
Dalur 09-861 frá Hjarðarfelli, Snæfellsnesi
Baugur 10-889 frá Efstu-Grund, Eyjafjöllum
Kroppur 10-890 frá Bæ, Árneshreppi
Roði 10-897 frá Melum 1, Árneshreppi
Rosi 11-899 frá Gautsdal, Reykhólasveit
Aðrir hrútar:
Flórgoði 11-886 frá Hafrafellstungu, Öxarfirði (forystuhrútur)

/eib